laugardagur, nóvember 06, 2004
Lasin mús
Vera er komin með eyrnabólgu. Æj, þessi elska. Ég vorkenni henni svo. Getur ekki tjáð sig og er án efa með verk í eyrunum. Þessi litla mús. Hún er komin á sýklalyf og alles. Og nú veit ég hvernig mömmum með óvær börn líður. Þreyttar, sárar í hjartanu að hlusta á grátinn, líður eins og skömmi að geta ekki huggað barnið sitt svo vel. Og það sem meira er. Ég er orðin þolinmóð og róleg. Ég bara verð að vera það til að ná að hugga Veru og láta henni líða vel. Já, að hugsa sér! Erla þolinmóða. Það rímar bara ágætlega, er það ekki?
Comments:
Skrifa ummæli