<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Göfgar vinnan manninn? 

Ég held að Íslendingar upp til hópa taki þessu ágæta orðtaki aðeins of alvarlega. Mín skoðun er að við vinnum á heildina litið alltof mikið. Að sjálfsögðu er ótækt að alhæfa algjörlega um það, en það virðist vera einhver svona vinnukeppni í gangi hér á klakanum. Allir að vinna sem mest þeir geta. Gjörsamlega myrkranna á milli. Auðvitað eru alltaf einhverjir inn á milli, með heilbrigða skynsemi og fínan vinnuveitanda, sem vinna skynsamlega mikið/lítið og er það frábært. Ég held í alvöru að það sé alls ekki óalgent að fólk vinni um 10 - 12 tíma á dag að meðaltali, kannski frá kl. 8 - 18 eða 20. Sumir vinna svona mikið til að eiga fyrir skuldunum en aðrir bara vinna svona mikið af því það er svo mikil vinna framundan... alla ævi.... jesús minn, slakiði á!

Alla vega vinnu maðurinn minn of mikið að mínu mati. Já, það er ástæða þessa bloggs. Og það er ekki mikið eftir af deginum þegar hann loks lætur sjá sig heima. Þeir iðnaðarmenn sem ég þekki vinna allir eins og vitleysingar, og þekki ég þó nokkra. Ég veit líka um íslenskan smið sem vinnur sem slíkur úti í Danmörku og vinnur hann frá kl. 7 - 15 = 8 klst. á fínum tíma dagsins. Kominn heim á skikkanlegum tíma þegar eitthvað er eftir af deginum. Hvað er pointið með því að lifa lífinu sívinnandi og missandi af familíulífinu og hversdagslífinu sem gerist fyrir kl. 20 á kvöldin? Á þeim tíma eru allir orðnir þreyttir, börnin farin að sofa og makinn úrvinda eftir úlfatímann með börnunum og eldamennskunni milli kl. 17 og 20.

Já, ef ég ætti eina ósk sem stendur þá myndi ég óska þess að íslenskir smiðir ynnu einnig á þeim tíma. Kommon, þetta er alveg nóg! Spurning um að flytja bara til Danmerkur. Ekkert bull þar í gangi. Nei, í alvöru, maður fær alveg nóg af því að kallinn sé ekki aldrei heima. Missir af öllu og veit lítið hvað er í gangi nema það sem snýr að hamri og nöglum. Ég er viss um að hann langar að vera meira heima og fylgjast með þroska dótturinnar og snúllast meira með hana (og mig!)en nei, "það er ekki í boði" er svarið þegar ég spyr af hverju ekki. Samfélagið leyfir það ekki. Það er bara unnið svona mikið og hana nú. Það þarf alltaf að klára eitthvað og það sem fyrst.

Í svona vinnubrjálæði spyr maður sig um tilgang lífsins. Til hvers erum við hérna? Skapar svona mikil vinna okkur þá lífsfyllingu og hamingju sem við leitumst eftir. Væri ekki nær að vinna bara á lager frá kl. 8-16 og ekkert rugl? Ég meina, ég er ekkert að setja út á lagerstörf hér, frekar að upphefja þau í þessu vinnurugli öllu.

Vinnan göfgar án efa manninn í ákveðnum tilvikum en núna mér finnst hún samt aðallega vera að gleypa hann.

Erla heimavinnandi antivinnukona.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker