mánudagur, nóvember 01, 2004
Ballerínan ég
Ég hélt að ég væri góður dansari. Í alvöru. Ég var í jazzballet frá því ég var 7 - 9 ára. Það kom meira að segja mynd af mér í Fjarðarpóstinum og allt í þessari þvílíku jazzballet stellingu. Fjarðarpósturinn var aðalblaðið þá sko. Minnir mig. Ég æfði í Þrekmiðstöðinni sem var fyrsta almennilega líkamsræktarstöðin á Íslandi. Þrekó. Ívar Webster æfði sig þar að skjóta á körfur og fór svo alsber í sameiginlega gufu á eftir. Það var kannski þess vegna sem konur alls staðar af höfuðborgarsvæðinu flykktust alla leið inn í Hafnarfjörð í Þrekó í gufu.
Ég komst hins vegar að því í gærkvöldi að ég er ekki eins góður dansari og ég hélt. Mig minnti í alvöru að ég væri svakaleg og með svingið og jazzmúvin á hreinu frá því í gamla daga. Ég hef alla vega hingað til haft gaman að því að hrista mig og twista á dansstöðum borgarinnar með kokteil í annarri og grúv í hinni. En vá, hvað ég hafði rangt fyrir mér.
Í bjartsýniskasti með glampa í augum og jazzaðan spenning í kroppnum skráði ég mig í jazzballet fyrir fullorðna. Tók nokkur spor og stellingar fyrir framan spegilinn áður en ég skráði mig til að vera nú örugglega sannfærð um að ég væri sko tilbúin í að byrja að æfa jazz aftur. Jú, ég var tilbúin! Spegillinn sagði mér það. Fyrsti tíminn var svo í gærkvöldi og jeeeedúddi! Ég var eins og spýtukerling. Með akkúrat ekkert jazzsving í gangi. Nada. Zero. Niente. Auk þess var eins og heilinn á mér hefði ákveðið að taka sér frí. Ég gat hreinlega ekki munað sporin. Endurtekningarnar voru ábyggilega hundrað en alltaf klúðraði maður einhverju sporinu í dansinum. Minnislaus með öllu. Á meðan litli netti og lauflétti jazzballetkennarinn sveif um speglasalinn í þvílíku grúvi eins og dúkkulísuballerína í Disney mynd var ég eins stíf og ryðgaður beyglaður nagli. Það bara brakaði í mér og ég er meira að segja viss um að ég hafi tognað í einu balletatriðinu. Það fól í sér að rétta úr fætinum upp í loftið sitjandi á stól. Það var eitt atriðið í dansinum sem við æfðum. Ég var einu sinni liðug, hvað gerðist eiginlega? Ok, jú, jú, síðan eru liðin hellings mörg ár. Þrekó er löngu farin á hausinn og Ívar Webster er orðinn lúser. Hvort hann sé ekki bara flúinn klakann líka af óvinsældum, heyrði það einhvern tímann. Möööörg ár. Danshæfileikar gærdagsins báru þess afar skýr merki.
Ég skemmti mér hins vegar konunglega og svitnaði góðum svita. Hlakka svo til næsta jazzballetsunnudags. Hinar stelpurnar voru nefninlega í nákvæmlega sömu stöðu og ég.
Gamlar bjartsýnar ballerínur.
Ég komst hins vegar að því í gærkvöldi að ég er ekki eins góður dansari og ég hélt. Mig minnti í alvöru að ég væri svakaleg og með svingið og jazzmúvin á hreinu frá því í gamla daga. Ég hef alla vega hingað til haft gaman að því að hrista mig og twista á dansstöðum borgarinnar með kokteil í annarri og grúv í hinni. En vá, hvað ég hafði rangt fyrir mér.
Í bjartsýniskasti með glampa í augum og jazzaðan spenning í kroppnum skráði ég mig í jazzballet fyrir fullorðna. Tók nokkur spor og stellingar fyrir framan spegilinn áður en ég skráði mig til að vera nú örugglega sannfærð um að ég væri sko tilbúin í að byrja að æfa jazz aftur. Jú, ég var tilbúin! Spegillinn sagði mér það. Fyrsti tíminn var svo í gærkvöldi og jeeeedúddi! Ég var eins og spýtukerling. Með akkúrat ekkert jazzsving í gangi. Nada. Zero. Niente. Auk þess var eins og heilinn á mér hefði ákveðið að taka sér frí. Ég gat hreinlega ekki munað sporin. Endurtekningarnar voru ábyggilega hundrað en alltaf klúðraði maður einhverju sporinu í dansinum. Minnislaus með öllu. Á meðan litli netti og lauflétti jazzballetkennarinn sveif um speglasalinn í þvílíku grúvi eins og dúkkulísuballerína í Disney mynd var ég eins stíf og ryðgaður beyglaður nagli. Það bara brakaði í mér og ég er meira að segja viss um að ég hafi tognað í einu balletatriðinu. Það fól í sér að rétta úr fætinum upp í loftið sitjandi á stól. Það var eitt atriðið í dansinum sem við æfðum. Ég var einu sinni liðug, hvað gerðist eiginlega? Ok, jú, jú, síðan eru liðin hellings mörg ár. Þrekó er löngu farin á hausinn og Ívar Webster er orðinn lúser. Hvort hann sé ekki bara flúinn klakann líka af óvinsældum, heyrði það einhvern tímann. Möööörg ár. Danshæfileikar gærdagsins báru þess afar skýr merki.
Ég skemmti mér hins vegar konunglega og svitnaði góðum svita. Hlakka svo til næsta jazzballetsunnudags. Hinar stelpurnar voru nefninlega í nákvæmlega sömu stöðu og ég.
Gamlar bjartsýnar ballerínur.
Comments:
Skrifa ummæli