<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Allt&Ekkert 

Jæja, þá er ég búin að syngja með kórnum í jólaþorpinu fyrir svona 20 hræður í GRENJANDI rigningu. Nylon komu svo á eftir okkur og þá fylltist allt af 5-7 ára litlum stelpum sem sungu og klöppuðu með. Það var tilkynnt að Jón Sig ædolstjarna og lovegúru wannabe með ömurlegustu og klemmdustu rödd í heimi lægi á spítala vegna sýkinga í raddböndum og kæmist því ekki að syngja í jólaþorpinu. Ég hugsaði bara jesssss... meika ekki náungann. Reyna að vera einhver ástarsöngvabídjíslovehommi - er ekki alveg að gera sig. Nóbb. Sýkingin má ná fram yfir jól fyrir mér. Nenni ekki að fá hann í beina í sjónvarpið að kynna nýju coverplötuna sína.

Ég var að fatta rétt í þessu að það er fyrsti í aðventu. Er ekki búin að föndra aðventukransinn ennþá. Bara hreinlega gleymdi því. Það er kannski ekki skrýtið, það er ekki baun jólalegt úti, bara rigning og ekki einu sinni kominn desember. Reyndar fór ég í kaffi í dag til ömmu sem ég frétti eftir á að væri aðventukaffi svo þetta fór alveg framhjá mér. Bara enn einn sunnudagurinn og ég klæði Veru í kjól. Daman fer sko alltaf í kjól á sunnudögum. Oh, hún er svo sæt...

Fór í næstsíðasta jassballet-fyrir-fullorðna tímann áðan og það er alltaf jafn gaman. Reyndar verð ég að viðurkenna að það er rétt núna að verða virkilega gaman. Fyrstu tímarnir fóru bara í pirr. Maður gat ekki neitt og það var svo pirrandi og maður var bara pirraður allan tímann og skemmti sér ekki neitt. Fór svo bara frústreraður heim og allt ómulett. En nú er þetta allt að koma. Ég segi það nú ekki, maður er ekkert eins og ballerína eða sérstaklega léttur á fæti í splittstökkunum en þetta verður æ skárra. Heilinn er að læra að meðtaka og tengja hreyfingu og hux. Dansinn greipist hægt og bítandi í kroppinn = holdgervist í líkamanum. Já, holdgervingar eru spennandi mannfræðilegar pælingar sem ég gæti nú sagt ykkur sitthvað um, en þið hringið bara í mig ef þið hafið áhuga á því. Já, mannfræðin klikkar ekki. En Fame draumurinn verður hálfpartinn að veruleika í þessum jasstímum. Gvuð hvað ég ætlaði mér að fara í svona FAME skóla og verða dansari og söngvari og verða svona flott og brún og mjó með flott hár eins og Coco. Og eiga vin eins og Leroy. Those were the days. Síðasti tíminn er svo á næsta sunnudag og þá verða herlegheitin tekin upp á vídeó. Bara í gamni. Reyndar eru hinar dömurnar í tímunum búnar að banna mér það en ég bara verð. Ég meina, maður verður að hafa eitthvað til að hlæja að þegar maður verður 64.

Svo var James Bond myndin Octopussy að byrja á SkjáEinum. Kannski maður kíki á hana og fái smá ferðanostalgíufíling en þessi mynd gerist á Indlandi. Nánar tiltekið í Udaipur þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti í nokkra daga á ferðalagi okkur um Indland í den. Ég man að Elva Ruth átti afmæli og við eyddum heilum degi í að spila kana uppi á þaki á einhverju hóteli eða veitingastað sem hét Hotel/restaurant Octopussy, en ég held að annar hver staður hafi heitið það. Eftir myndinni að sjálfsögðu. Og svo sýndu allir staðir Octopussy á tveggja tíma fresti. Allt var Octopussy sem samt var ekki neitt. Æj, þeir reyna allt þessar dúllur sem indverjarnir eru. Já, dúllur.

Kannski maður fari einhvern tímann aftur í heimsreisu. En það verður þá allt öðruvísi ferð en sú sem var farin þá. Sú ferð var virkileg budget ferð þar sem við okkur datt ekki í hug að greiða meira en 50 - 80 krónur fyrir tveggja manna hótelherbergi. Og þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þau hótelherbergi litu út. Man að eitt sinn urðum við að taka hótelherbergi fyrir 300 kall því allt annað í bænum var upptekið (leituðum lengi að rétta verðinu skal ég segja ykkur!) og þá var sjónvarp í herberginu. Þvílík hamingja. Og það sem meira var, það var fótboltaleikur úr ensku deildinni í sjónvarpinu. Darby County - Christal Palace og strákarnir gjörsamlega með standpínu af gleði. Og svo liðu 20 mínútur af þessum æsispennandi leik og þá fór rafmagnið. Of course, hvað annað. Það var alltaf að fara. Og þá var ekki alveg eins gaman í 300 króna rándýra herberginu, ó, nei. Já, ég get nú sagt margar skemmtilegar og furðulegar sögurnar úr þessu ferðalagi en þetta var rosaleg ferð. Upplifðum svo margt. Later.
En ef maður fer aftur í svona massaferð þá náttúrulega verður hún aldrei eins löng og allt öðruvísi þar sem maður er jú orðinn ábyrgt foreldri með barn (í eftirdragi... neeeei bara djók). Þá held ég að maður sé nú til í að borga aðeins meira en fimmtíukall fyrir herbergið. Vonandi einhvern tímann. Jú, ég held ég ákveði það bara hér með, við förum í eina góða ferð áður en Vera byrjar í skóla. Jebb.

Jæja, nú er ég búin að bulla þvert og endilangt um allt og ekkert. Því er kannski ekki úr vegi að enda á því að spyrja hvert þessi heimur er að fara nú þegar Bubbi og Brynja eru hætt saman??
Það er greinilega ekkert endanlegt í neinu.
Það er alveg á hreinu.

En hún mamma er fimmtug í dag - til hamingju með það! Hún eyðir afmælisdeginum á eyjunni Tobago í hita og sól....mmmmmm

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker