<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 24, 2004

PartýVera? 

Jæja, þá er hún Vera búin að fara í partý.
Þetta gerist fljótt!
Fyrsta partýið var gæsapartý á laugardagskvöldið. Vera tók þá sjálfstæðu ákvörðun að neita allt í einu upp úr þurru að vilja pelann þegar pabbinn var heima með músina. Pabbinn barðist um í þó nokkurn tíma að koma ofan í hana þó ekki væri nema nokkrum dropum en Vera afþakkaði með látum og gráti. Og þá voru góð ráð dýr. Foreldrarnir dóu ekki ráðalausir og pabbinn brunaði með krílið úr Firðinum og lengst upp í Reykjarvíkursveit þar sem fögnuðurinn fór fram til þess eins að leggja Veru á brjóstið á mömmunni. Í miðju stelpupartýi. Vera fór á kostum, saug eins og hún ætti lífið að leysa og kjaftaði svo aðeins við stelpurnar áður en hún fór heim að lúlla. Eða það átti hún alla vega að gera. Sofnaði samt víst ekki fyrr en að ganga kl. 01 eftir dágóða baráttu. Hún er allt í einu orðin eitthvað svo stór og farin að fatta umhverfið og fólkið sitt. Pabbi er ekki mamma og mamma er með brjóst = pabbi er ekki með brjóst = ég vill ekki lúllast hjá pabba! Þvílíkt gáfuð stúlka hún Vera! Hún er farin að snúa sig úr hálsliðnum til að fylgjast með því hvar mamman er og getur kvartað hástöfum ef einhver leiðinlegur ókunnugur vill knúsa hana. Já, hún er farin að ráða á heimilinu. Við snúumst eins og skopparakringlur í kringum hennar þarfir og langanir. Og höfum lúmst gaman að því. Vonandi samt ekki frekju. Ekki strax. En hvað sem það var þá endaði það með því að Veran fór í partý.

Eftir að partýbrjóstagjöf lauk og Vera og pabbinn voru farin aftur í Fjörðin leið mér skringilega. Ég var hræðileg móðir. Er ekki hjá dóttur minni þegar hún vill mig. Þarf mig. Vantar mig. Ég veit, hún vill mig, þarf mig og vantar mig alltaf alltaf alltaf og ég þarf mitt persónulega partýfrelsi og allt það, sem þýðir að hún verður bara að kyngja því og vera ánægð með pabbann. Sem er auðvitað frábærasti pabbinn á jörðinni. Stendur sig vel þessi elska. En þessi líðan gerði mig svo leiðinlega. Ég var alls ekki hress og samt í ansi vel hressu og skemmtilegu partýi. Það eina sem ég hugsaði var hvort ég ætti bara ekki að fara að drífa mig. Ég hugsaði það eiginlega allt kvöldið. Og skemmti mér því ekkert sérlega vel fyrir vikið. Var allan tímann að hugsa um hvað mig langaði heim að knúsa músina sem þarfnaðist mín svo (...eða hvað?). Gvuð hvað ég var leiðinleg. Sagði voða lítið og heyrði voðalega lítið hvað aðrir voru að segja. Ef ég sagði eitthvað voru það áhyggjuhugsanir sem ég hugsagði upphátt. Auðvitað um Veru, hvað annað. Hugurinn var heima. Og ég hef held ég bara aaaaaldrei verið eins leiðinleg í partýi og í gærkvöldi. Jesús minn hvað mér fannst ég vera leiðinleg. Var að mygla á sjálfri mér. Bara alls ekki eins og ég á að mér að vera (oh, Vera... djók!). Gat ég ekki bara gleymt þessu og tjillað eins og hinar tútturnar? Ég sem er alltaf svo hress. Eða VAR ég bara alltaf svo hress? Einu sinni. Það rann náttúrulega ekkert áfengi mér í æðum til að komast í gírinn. Er maður þá bara leiðinleg edrú mamma að drepa aðra úr leiðindahjali um barnavesen? Verð ég hér eftir bara leiðinleg og tíðindalaus í partýjum?
Ég var alla vega ekki partývera í gærkvöldi. Svo eitt er víst.

Kæri Póstur: Hvað get ég gert? Hjálp.
Ein leiðinleg.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker