<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 07, 2004

EndurfjárMAGNAÐUR Landrover 

Hef verið að velta því fyrir mér (líklega eins og hálf þjóðin) hvort það sé sniðugt að nýta sér þessi nýju húsnæðislán bankanna. Stærsti plúsinn við þau er auðvitað að greiðslubyrði á mánuði lækkar til muna. Ég reiknaði dæmið til enda fyrir okkur og kofann hér á Hverfó og munaði rúmlega 20 þúsund kalli á afborgunum á mánuði. Einnig er heildarendurgreiðsla mun minni (náttlega út af lægri vöxtum). Well, ég veit ekki hvað skal gjöra. Hvað finnst ykkur? Eiga einhverjir major ókostir við þetta eftir að koma í ljós á næstu mánuðum? You never know. Þegar maður nebblega hugsar um þennan 20 þúsund kall á mánuði sem maður myndir GRÆÐA (já, ég virkilega lít á það þannig!) þá sprettur allt í einu upp óslökkvandi löngun til að kaupa nýjan kagga! Já, kaupa kaupa kaupa kaupa....

Þannig eru málavextir nebblega að þegar torfærukerran/vagninn hennar Veru er kominn í skottið á Borunni er akkúrat ekkert annað sem kemst þar fyrir. Nada. Zero. Og þá verður ekki mikið um ferðalög fyrir familíuna. Jah, alla vega ekki lengra en í borgina (við erum sko í sveitinni). Án alls farangurs.

Og meira að segja er ég búin að finna draumabílinn. Landrover Discovery (þið verðið að kíkja á hann maður), upphækkaður þvílíkur doggari á 35". Frekar flottur og fullt af plássi. Svo kemst maður óhindraður inn í Þórsmörk og nánast út um allt sem kitlar þvílíkt! En þetta er dýr doggari. 3 mills settar á hann sem er aaaaaaaaaaaðeins of mikið fyrir okkur. Ekki nema maður myndi fara í að breyta húsnæðislánunum. Þá stemmir þetta ágætlega og greiðslubyrði á mánuði yrði sú sama með mun betri bíl. Ég myndi segja að ég væri verulega heit fyrir þessari endurfjármögnun (nýjasta tískuorðið í dag!).
Hvað segið þið?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker