þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Meiri brjóst - meira vítamín...
Ég held að ég eigi aldrei eftir að geta litið á brjóstin á mér ever again sem kyntákn. Þau eru tæki fyrir barnið mitt til að lifa. Já, eins og ég skrifaði um hér í ofanverðu bloggi gera þau mig að mjólkurstöð.
Og svo núna er svo í pottinn búið að annað brjóstið tók upp á því að stíflast. Áts. Frekar sárt og alveg ekki sexí thing. Reyndar er ekkert what so ever sexí við brjóstin á mér (alla vega að mínu mati..!) þessa dagana. Sérstaklega verð ég að segja að það sem rak lokahnykkinn á þessa tilfinningu var í gær þegar ég þurfti að fara upp á kvennadeild út af brjóstastíflunni (stífla... - hljómar eins og eitthvað á Kárahnjúkum sem á að fara að virkja...!). Þá fór ég inn í sérstakt "brjóstaherbergi" fyrir "brjóstakonur" með "brjóstastíflur". Þá kom "brjóstaráðgjafi" og ræddi við mig um "brjóstavandamálið". Þá lagðist ég í Lazy-boy og tók ráðgjafinn við að nudda á mér brjóstið og pota í það til að reyna að losa stífluna. Gekk það svo í um hálftíma og verð ég að segja það ansi fríkað að liggja þarna með brjóstin út í loftið og ókunnuga manneskju nuddandi á manni tittsarana. Það er voða lítið sex appíl eftir við brjóstin eftir þetta!
Alla vega í bili!
En mér líður betur í dag og brjóstið virðist vera að lagast þótt það sé ansi aumt eftir átökin í gær (eins og brjóstið sé sjálfstætt og hafi lent í slag eða eitthvað!!).
Þá vitiði það...
Og svo núna er svo í pottinn búið að annað brjóstið tók upp á því að stíflast. Áts. Frekar sárt og alveg ekki sexí thing. Reyndar er ekkert what so ever sexí við brjóstin á mér (alla vega að mínu mati..!) þessa dagana. Sérstaklega verð ég að segja að það sem rak lokahnykkinn á þessa tilfinningu var í gær þegar ég þurfti að fara upp á kvennadeild út af brjóstastíflunni (stífla... - hljómar eins og eitthvað á Kárahnjúkum sem á að fara að virkja...!). Þá fór ég inn í sérstakt "brjóstaherbergi" fyrir "brjóstakonur" með "brjóstastíflur". Þá kom "brjóstaráðgjafi" og ræddi við mig um "brjóstavandamálið". Þá lagðist ég í Lazy-boy og tók ráðgjafinn við að nudda á mér brjóstið og pota í það til að reyna að losa stífluna. Gekk það svo í um hálftíma og verð ég að segja það ansi fríkað að liggja þarna með brjóstin út í loftið og ókunnuga manneskju nuddandi á manni tittsarana. Það er voða lítið sex appíl eftir við brjóstin eftir þetta!
Alla vega í bili!
En mér líður betur í dag og brjóstið virðist vera að lagast þótt það sé ansi aumt eftir átökin í gær (eins og brjóstið sé sjálfstætt og hafi lent í slag eða eitthvað!!).
Þá vitiði það...
Comments:
Skrifa ummæli