<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Þvæla kvöldsins 

Jæja, þá er ég komin af næst síðustu kóræfingunni fyrir tónleikana á laugardaginn. Já hvet alla kórunnendur til að mæta í Tónlistarskólann í Hafnarfirði (hjá Hafnarfjarðarkirkju) á laugardaginn kl. 17 en þá eru Kammerkór Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Reykjavíkur með tónleika. Verður svaka flott. Ég elska hreinlega karlaraddirnar í þessum kór, og í raun í hvaða kór sem er. Þær eru svo flottar, svo dulúðlegar og seiðandi. Miklu flottari en kellurnar (þó ég sé svaka flott sko).

Nú, var ekki búin að segja frá Gallup fjörinu á föstudaginn var. Já, þau eru endalaust skemmtileg Gallup geimin. Ella Dóra var kvödd í vinnunni á föstudagskvöldið með látum eins og Gallupurum er lagið. Ég sakna hennar nú þegar heilan helling! Ég náði að draga liðið á Fjörukránna í Hafnarfirði þar sem Ella var tekin í heiðursvalkyrjutölu og víkingar (alveg ekta) píndu ofan í hana súrmat og brennivín. Algjört ógeð. En það var ekki seinna vænna að gera Elluna að ekta íslendingi áður en hún sleppur til Kaliforníu í sólina og verður að veruleikafirrtri L.A. gellu skautandi um berbrjósta og brún á nýju línuskautunum sínum. Æj, þetta hljómar nú samt alveg ágætlega.

Fórum svo á Hafnarfjarðar-subbupöbbinn A.Hansen eftir matinn þar sem nokkrir góðir Galluparar slógu í gegn í karókí og annarri vitleysu sem verður ekki greint frá hér. Reyndar var stemmingin á Hansen svo hrikalega góð þegar við mættum á staðinn upp úr miðnætti - þá sátu þar 2 sköllóttir kallar að tefla í mestu makindum. Við vorum þó fljót að breyta þeim móral og gerðum Hafnfirðingum bylt við með drykkju og stuði. Ég var í það miklu stuði að ég bæði tók Fame (mig dreymir sko um að verða fræg - veit ekki alveg fyrir hvað ... en alla vega mikilvæg!) og tókst að týna elsku besta selnum mínum sem hafði fylgt mér í gegnum súrt og sætt, svínafyllerí, heitar og kaldar nætur erlendis sem hérlendis. Splitstökkið þurfti þó að bíða betri tíma þar sem ég var fangi í leðurbuxunum mínum en þær bjóða ekki beint upp á mikið annað en hrikalegt sex appíl í kyrrstöðu. Soldið þröngar þessar elskur, en jú jú, beauty is pain.

En já, selskinnsvettlingarnir mínir eru týndir og einhverjum svínslegum alka af Hansen gefnir. Þeir hurfu bara allt í einu, svo það hlýtur einhver að hafa girnst þá og tekið. Sem ég skil vel. Mér líður ennþá illa yfir þessu, líður í alvöru - eins kjánalega og það kann að hljóma - eins og ég hafi um leið týnt hluta af mér og mínum karakter. Var því fljót að meila emergency emaili á Kulusuk og kaupa nýja. Og þeir eru á leiðinni og þá get ég tekið upp karakterinn og gleðina á ný.

Og já - Viggi ætlum að heimsækja Ellu og Atla út til Kaliforníu í apríl. Já, tökum það með stæl og förum í 3 vikna frí. Förum til New York í viku og verðum svo í sólinni í Kaliforníu í 2 vikur. Hef aldrei farið til USA en hef einhvern vegin alltaf ímyndað mér að það sé svona hálfgert Disneyland. Fólkið feik í leik og allt yfirþyrmandi og yfir strikið. En það hlýtur að vera góð tilbreyting frá klakanum. Er hreinlega búin að vera að frjósa hér í kuldakastinu og ekki mikið um að vera svona fyrir utan hefðbundna dagskrá: Éta, sofa, vinna, skíta og glápa á imbann. Ok, ég geri reyndar eitthvað meira en það – eins og syngja í kór, fara í ræktina og saumó... en you know what I mean.
Það verður gott að komast í frí.

Verð að segja að rútínan er hreinlega oft að drepa mig. Ég segi það satt. Ég er bara þessi týpa sem þarf alltaf að vera að gera eitthvað nýtt og skemmtileg. Breyta til. Fæ fljótt leið á hlutum og verð að hafa smá aksjón í kringum mig. Það getur verið ansi erfitt. Vildi stundum að ég væri bara þessi rólega týpa sem sætti sig við rútínuna og þyrfti ekki prógramm til að skemmta sér. Ég bara get það ekki. Enda er ég alltaf á fullu þegar ég pæli í því. Sumir segja að ég sé orkubolti. Ég finn nú ekkert fyrir því. En ég finn hins vegar að ég uni mér ekki í ládeyðu. Það er bara það leiðinlegasta sem til er. Hvers kyns sem er. Hef til dæmis oft reynt að vera þessi týpa sem tekur sér bara bók í hönd og byrjar að lesa og getur ekki hætt. Sæll! Einmitt. Ekki alveg. Ég tolli við lesturinn í korter, er alltaf að kíkja á hvað ég á margar blaðsíður eftir og er búin að lesa síðustu blaðsíðu bókarinnar áður en ég veit af. Jú, þetta er örugglega líka ákveðin óþolinmæði... ég meika ekki einu sinni að bíða eftir strætó hvað þá meira.

En alla vega, dagdraumar mínir þessa dagana eru svakalegir.
hmm.... væri svo til í að aðeins krydda lífið og tilveruna í myrkrinu.
Eitthvað seiðandi og sætt, krúttlegt og klárt, sexí og spennandi. Ómótstæðilega og óþægilega kúl og dularfullt. Sussu susssssss...

Hljómar eins og Robbie Williams eða Brad Pitt.... en þetta hljómar ansi vel!
Svefngalsinn er ná yfirhöndinni svo ég held ég skelli mér bara inn í draumalandið og óski þess að dreyma þetta allt saman í alla nótt.
Vakna svo í fyrramálið fullnægð og fín.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker