<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Útvatnaðar sundstelpur 

Það var gaman í gærkvöldi. Þá hittumst við 4 gamlar sundstelpur úr SH. Við hittumst heima hjá mér og það voru mjög skemmtilegir endurfundir.

Já, við vorum sko sundstelpur í gamle dage. Æfðum eins og vitleysingar í mööörg ár og kepptum oft og iðulega. Syntum 25-30 km á viku og fórum létt með það. Ég samt skil það ekki í dag hvernig maður hreinlega nennti þessu! Maður praktikklí bjó í sundlauginni á tímabili, sérstaklega þegar maður fór bæði á morgun- og kvöldæfingar. Ég man samt að það þurfti sjálfsaga til að mæta, keppa og klára hverja æfingu fyrir sig. En þetta var skemmtilegur félagsskapur og ég og við allar án efa þakklátar fyrir þennan tíma sem mótaði okkur svona líka svakalega vel. Við búum alltaf að þessum sjálfsaga og kunnum að sjálfsögðu vel að synda.

Höfðum samt á orði í gær að við förum alls ekki oft í sund nú á dögum til að synda. Maður skellir sér bara beint í pottinn og tekur í mesta lagi 2 ferðir í sprikli. Horfir með hryllingi á aumingjans sundfólkið á æfingu. Vorkennir því að vera að erfiða þetta því við vitum hvað þetta er erfitt, en er samt um leið stoltur af því að það geti og nenni þessu.

Þegar við hættum að æfa um 16-17 ára aldurinn þá fékk maður hreinlega algjört ógeð á sundi og því að synda. Maður var náttúrulega orðin þvílík pæja þá og hafði engan tíma fyrir þetta. Þurfti að fara að mæta á böllin og tékka út gæjana. Ég man að ég fór ekki í sund í langan tíma á eftir að ég hætti. Klórlyktin pirraði mig og ég fékk bara hroll.

Enn í dag syndi ég mjög lítið. Tek eina og eina æfingu á stangli og þá rétt meika 1,5 km með herkjum. En hei- það er sko ekki af því ég er í svo lélegu formi... heldur frekar af því það er svo svakalega leiðinlegt að synda! Já, mér finnst það huuundleiðinlegt í dag. Maður hefur svo mikinn tíma til að hugsa þegar maður er að synda að maður kemur bara helþreyttur upp úr! Veltir öllu hundrað sinnum fyrir sér og greinir allt í spað. Alls ekki hollt fyrir áhyggjurnar!

Ein af okkur í gær komst vel að orði þegar hún sagði okkur hreinlega útvatnaðar að öllu leyti! Tek undir það. Það er nákvæmlega rétta orðið!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker