<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Sorgardagur 

Ég er alveg ólýsanlega sorgmædd í dag.
Lítil tveggja ára dóttir eins vinnufélags míns dó í gær.
Það er óendanlega erfitt að hugsa til þess hvernig honum og fjölskyldu líður og til þess að lífið sé svona grimmt við tveggja ára saklaust barn.
Sem fékk bara kvef og dó upp úr því.
Alveg hræðilegt.

Í Gallup ríkir mikill fjölskylduandi og í raun líður mér eins og einhver virkilega nákominn mér hafi látist. Svo sterk er Gallupfjölskyldutilfinningin. Þessi litla snúlla sem dó hafði oft komið með pabba í vinnuna. Þá kom hún ósjaldan inn til mín til að tala, hún talaði nefninlega mjög skýrt og mikið miðað við aldur. Ég man ég lakkaði einu sinni á henni litlu neglurnar sínar.

Ég votta þeim mína dýpstu samúð og sendi þeim alla þá styrktarstrauma sem ég á til að komast í gegnum þetta.
Og bið góðan Guð um að hugsa vel um nýja engilinn.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker