<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 14, 2004

Það rann allt í einu upp fyrir mér í gær þegar ég var að skoða þessa síðu mína að það eru greinilega fleiri en vinir mínir að lesa þessa bloggsíðu. Já, það var hún Hrefna, sem by the way ég þekki ekki neitt, sem kommentaði á skrif mín um frammistöðu kóranna á tónleikunum um síðustu helgi. Ok, frábært að fólkið "mitt´" sé að lesa þetta krapp, en soldið skrýtið til þess að hugsa að einhverjir aðrir séu að lesa þetta. Maður verður bara feiminn!

Alla vega. Verð að segja að þessi síða er fyrst og fremst tjáningarstaður fyrir mig og bullið í mér. Hef alltaf haft mikla þörf fyrir að skrifa um allt milli himins og jarðar; sögur, tilfinningar, bréf til vina, ættingja og mín sjálfs, ljóð og hvers kyns pælingar. En jú, auðvitað er furðulegt að þurfa að setja þetta á netið! En svona er nútíminn.

Fór á Somthings gotta give (eða hvernig það er nú skrifað) á fimmtudaginn. Ætluðum á franska mynd á kvikmyndahátíð en það var uppselt á hana. Svo við skelltum okkur bara á þessa. Þar var nú líka svo fullur salur að við Viggi þurftum að skiptast á að sitja á stól! Ekki mjög spennandi. En það var annað hvort stóllinn eða stara rangeygður myndina á fyrsta bekk.

Myndin var fín. Ekkert meistaraverk. En fín mynd. Er öðruvísi að því leytinu til að maður sér ekki oft ástarsögu fólks á þessum aldri sem þau voru, þ.e. 50-60 ára. Og það var mjög sætt. Ástin er svo krúttleg, líka hjá eldra fólki. Ég hreinlega elska þegar ég sé eldra og jafnvel gamalt fólk labba úr bíó/leikhúsi eða bara úti á götu einhvers staðar haldandi í hendur hvors annars. Ætla að vera svoleiðis par.

Já, ástin. Það er víst einhver amerískur ástardagur í dag. Getur einhver sagt mér hver þessi Valentínus var eða er? Er þetta einhver amerískur ástarguð eða hvað? Tja, ég veit það ekki. Auðvitað eru svona dagar hollir og góðir og allt það. Gefur þeim sem vilja kannski tækifæri á að vera extra ástfangin í dag. Maður fær tækifæri á að vera góður við þá sem maður elskar, eins og það sé ekki hægt á öðrum dögum. Ok, þetta er án efa ágætur reminder fyrir marga, eins og fleiri dagar, t.d. bóndadagurinn og fleiri slíkir dagar. Hef reyndar áður tjáð mig um ágæti svona daga á þessari síðu og var ekkert sérlega jákvæð þá. En æi, svo sá ég vinkonur mínar vera að gefa mönnunum sínum borvél og hamar og solleis og þá sá ég að þessi dagur gæti verið nauðsynlegur fyrir marga! Annars heyrði ég einhvers staðar að það væri til einn svona "karladagur" en 7 svona "konudagar". Man þá nú ekki alla, en það er V-dagurinn, konudagurinn, Kvennadagurinn (19.júní) og dagur feminista. Man ekki meira. Við konur þurfum greinilega að láta minna á okkur meira en karlarnir. Þeir eru víst nógu áberandi í þjóðfélaginu already þessar elskur.

En ástin já... Ég elska bara svo marga. Allar bestu vinkonur mínar, ættingja, almættið, langflestar stelpurnar í vinnunni og meira að segja suma stráka í vinnunni líka. Auðvitað er þetta orð ást og "ég elska" ofnotað en það er bara svo hentugt þegar mann vantar virkilega sterkt orð til að lýsa tilfinningum sínum. Ekki misskilja, ég elska Viggann langmest og best og endalausast. En hina samt helling. Bara öðruvísi.

Fyrst að þessi dagur er kominn til að vera þá hreinlega vona ég að ástin blómstri hjá einhverjum. Vonandi verður einhver gömul ást endurnýjuð, brjálæðisleg ást tryllingsleg og ástarglóð að báli. Hver veit.

Sá líka auglýsingu í blaðinu í morgun um tilboð á túlípönum í Blómavali í tilefni dagsins. Svo svona dagar eru ekki til alls gangslausir.
Held ég skelli mér barasta á eitt búnt.
Fyrir ást mína á sjálfri mér.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker