<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Okkur gekk svona líka vel á tónleikunum í gær. Vorum fyrsti kórinn af þremur sem söng og það er ótrúlegt hvað þetta tókst vel miðað við æfingarnar á undan. Við vorum eiginlega bara svona semi tilbúin. En svo hljómuðum við bara eins og englar allt í einu og allt gekk upp :)

En jesús minn, Kammerkór Mosfellsbæjar er nú bara algjört djók. Það var hreint út sagt hræðilegt að hlusta á kórinn. Þetta var eiginlega ekki kór, voru bara læti í mínum eyrum. Maður fékk í alvörunni svona kjánahroll að hlusta á hann falskan og úr takt og skrækan og bara hræðilegan. Það var einhver sópran þarna sem var svo skökk greyið að hún bara skríkti og það skar svoleiðis í eyrun. Þetta var bara alveg til að skammast sín fyrir. Og þau sungu heil 7 lög! Algjört pein að hlusta á þau. Skemmtanagildið er greinilega í fyrirrúmi hjá þeim frekar en fallegur söngur. En í alvöru þá fannst mér þessi kór bara eyðileggja tónleikana. Maður fór bara að hlæja þetta var svo kjánalegt. Voru líka að syngja einhverja afríska söngva með einhver áslátturshljóðfæri og með öskrum og köllum, alveg hrikalegt. En well, þetta er búið og gert og bara aumingja þau!

Kammerkór Reykjavíkur var fínn. Þar söng hún vinkona mín sem ég er búin að skíta aðeins yfir á síðum þessa bloggs... Idolið Ardís Ólöf dúett með annarri stelpu. Og það var svakalega fínt hjá henni, enda fín klassísk söngkona þótt engin poppstjarna sé! Og svo er hún svo fýld, stökk ekki bros á vör allan tímann.

Við vorum sem sagt best. Unnum þetta (ok, veit, þetta var ekki keppni... en það er sama!)

Í gær var svo dinner hjá Drífu með Gallup stelpunum og mökum. Það er alltaf sérstakt stuð í því. Tókst frábærlega. Gáfum Ellu Dóru myndband með okkur í kveðjugjöf sem hún á alltaf að horfa á þegar hún saknar okkar í Kaliforníu :)

Viggi er svo farinn upp í Bláfjöll núna en ég nennti hreinlega ekki uppeftir í þessum 10 stiga gaddi. Svo er ég víst ekki heldur að fara á snjósleðann hans Axels fyrir austan þar sem allur snjórinn fauk víst barasta í burtu í óveðri á föstudaginn (er náttlega klikkað land). Er hreinlega að spá í að skella mér bara í bíó á frönsku kvikmyndahátíðina - er ekki Heimur Farfuglanna málið í dag? Læt ykkur vita á morgun.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker