<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

The news is out 

Jæja, jæja.
Fréttir dagsins eru að Erlan er með barn í mallanum! Ó, já, það er víst :)

Viggi og Erla eru að verða mamma og pabbi.
Ó mæ kræst! Það er skrýtið til þess að hugsa.

Og afsakið þeir sem ég hef ekki náð að tilkynna þetta fyrr en þið lesið þetta hér á þessari síðu. Það eru þó nokkrir. Til dæmis hún Helena bankadrottning sem hefur ekki haft tíma fyrir mig undanfarið - ég er búin að panta með þér hádegismat trekk í trekk til að segja þér fréttirnar en okkur tekst ekki að hittast! En well, hádegismaturinn kemur en the news is out!

Reyndar hef ég ekki hugsað það mikið um þessa bumbu enn, enda sést hún sama og ekkert ennþá og ég hef lítið sem ekkert fundið fyrir þessu enn sem komið er. Er bara enn að taka á því í World Class og finn enga breytingu á minni líðan. Eða jú. Ég lýg. Það er eitt. Ég þarf að pissa svona þrisvar sinnum á hverri nóttu. Strax! Hvernig verður þetta þegar á líður? Geng í svefni inn á bað (sem er betur fer bara 5 skref) með hjartslátt í pissublöðrunni, alveg í spreng. Og jú, svo þarf ég að borða oftar. En engin ógleði eða neitt slíkt eins og maður heyrir oft.

Ég er s.s gengin 15 vikur með krílið, sem er víst 10 cm og 60 grömm í dag samkvæmt doktor.is (besta vefsíðan þessa dagana!). Kynfærin eru komin, það getur sogið þumalinn, kyngt og ég veit ekki hvað og hvað. Það má segja að næstum allt sé nú þegar myndað og eigi bara eftir að þroskast næstu 25 vikurnar. Alveg magnað.

Það er margt sem flýgur í gegnum hugann þegar maður uppgötvar slíkt sem óléttu. Þótt þessi getnaður sé þaulplanaður get ég sagt ykkur að ég fékk næstum því taugaáfall að sjá tvö strik á óléttustrimlinum sem ég pissaði á í desember! Algjört planað sjokk! Vissi hreinlega ekki hvað ég átti að gera. Var ein heima og hljóp í hringi í húsinu, upp og niður stigann eins hissa og ég veit ekki hvað!

Ok, þegar maður er búinn að taka pilluna á hverjum morgni í 12 ár þá hreinlega verður að plana að hætta að taka hana. Ég gleymdi henni aldrei í 12 ár því inntaka hennar fylgdi hreinlega þeirri athöfn að tannbursta sig - og ekki gleymir maður því! Ég hafði aldrei á ævinni áður tekið óléttupróf og var því að pissa á strimil í fyrsta sinn. Og gvöð hvað það var stressandi. Að vona, en samt í hræðslukasti, að það komi tvö strik = ólétta, en um leið vera í panik kasti og auðvitað aldrei tilbúin í barneignir! Maður er víst aldrei tilbúinn fyrr en þetta bara kemur hef ég heyrt. Það er víst aldrei "rétti" tíminn. Og ég sé þetta er ákveðið hlutverk sem maður þroskast í með tímanum.

Mér finnst ég alla vega ekkert sérlega mömmuleg (hvað sem það nú þýðir) akkúrat núna. En ég veit ég á þetta til somewhere eins og aðrar mömmur.

Þetta er enn frekar óraunverulegt fyrir mér. Við erum samt búin að fara í 12 vikna sónar þar sem við upplifðum þetta beint í æð, horfðum á 20 mínútna live vídeó af barninu innan úr mér. Frekar spes upplifun. Þetta tók svona langan tíma þar sem ljósan þurfti að fá barnið í einhverja spes stellingu til að geta framkvæmt hnakkaþykktarmælingu til að reikna út líkur á Down syndrome. Ég ætla ekki að fara út í siðferðislegar pælingar hér á þessum mælingum en þær eru verulega umdeildar. Auðvitað er bilun að vera að leita að DS börnum þegar barnið getur fæðst með svo marga aðra "galla" sem ekki er hægt að tékka á. En ég verð að segja að ég fór í þennan sónar fyrst og fremst út af forvitni. Langaði að kíkja. Reyna að gera þetta raunverulegra fyrir okkur. Þessi blessaða mæling varð að svo miklu aukaatriði þegar við horfðum á barnið hreyfa sig og sofa til skiptis. Sjóið var sem sagt 20 mínútur af því krílið fór alltaf að sofa!! Ljósan reyndi að vekja það með því að ýta í það og pota, en það steinsvaf! Ég þurfti á endanum að hoppa til að það rankaði við sér. Þetta er augljóslega svefnpurrka eins og pabbi sinn!

Alla vega, 10. ágúst er dagurinn.
Já, og þeir sem telja mig skipulagsfrík geta tekið þann titil af mér þar sem ég planaði þetta ekki betur en svo að barnið á örugglega eftir að fæðast um verslunarmannahelgi (sem er víst ekkert voðalega vinsælt hef ég heyrt) og ég (og þar með Vigginn hehe) kemst ekki í eina fjallgöngu í sumar!
En það er án efa líka fínt að vera kas og eiga barn í birtu og sól. Sérstaklega fyrir kuldaskræfu eins og mig. Svo maður líti nú á björtu hliðarnar á þessari dagsetningu :)

Já, sumarið er tíminn :) Alla vega okkar tími.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker