<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 02, 2004

lýtaaðgerð 

Já, hvort sem þið trúið því eður ei þá er ég búin að fara í eitt stykki lýtaaðgerð síðan ég skrifaði síðast. Habbarekkertannað! Já, fór loks og lét taka fæðingarblett úr andlitinu á mér (vörtuna á nefinu á mér eins og einhverjir myndu nefna þetta fyrirbæri). Stóð mig eins og hetja. Annað en síðast þegar ég fór fyrir 8 árum og lét taka slatta af hættulegum fæðingarblettum, þá kramdi ég hendina á aðstoðarkonunni svo fast að hún emjaði af sársauka. Núna er ég hins vegar eldri og reyndari, búin að ganga í gegnum ýmislegt sko - og stóð mig virkilega vel þótt ég segi sjálf frá. Sko, að liggja þarna inni hjá lýtalækninum með fitusogstækin og sílikonpúðana í kringum sig í massavís er bara furðuleg upplifun. Spurði hann aðeins út í vinnuna og hann er víst mest í því að stækka brjóst þessa dagana og jú jú, soga fitu. En auðvitað vinnur hann líka uppi á spítala við að laga lýti eftir bruna og annars konar slys. Það er auðvitað gjöfult starf. En alla vega, þarna lá ég salla róleg, bara mætt til að láta taka einn aumingjalegan fæðingarblett. Tja, það var nú lítið mál. Sakna reyndar fæðingarblettsins míns all verulega nú þegar, ég meina maður fæddist með þetta - þetta var orðinn hluti af mínum karakter tvímælalaust. En betra er hættulaust ör í andliti en varta á nefi. Eða eitthvað.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker