<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 28, 2004

Jæja, þá er barasta kominn laugardagur. Vikan flýgur hreinlega áfram. Það er svona þegar það er mikið að gera.

Allir í Gallup fóru í jarðaför á miðvikudaginn hjá litlu stelpu vinnufélaga okkar. Það var svakalega falleg athöfn en afar erfið. Ég get bara ekki hugsað hvernig foreldrum litlu stelpunnar líður. Bara hvernig þau komast í gegnum þetta.

Á miðvikudagskvöldið var svo kóræfing eins og venjulega á miðvikudögum. Mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Það er tónleikaþrenna á næstunni (e.ca. 3 vikur minnir mig), þ.e. 3 tónleikar og kórinn slatta frá því að vera tilbúin. En einhvern veginn hefst þetta víst alltaf í tæka tíð. Svo fer kórinn á Mývatn í byrjun júní að syngja með fleiri kórum. Þá verð ég nú ábyggilega komin með góða kúlu, verð komin 6 mánuði þá, svo ég náði að plata Vigga með - til að keyra og hugsa um mig :) Það verður líka bara gaman, að taka smá íslenskt sumar saman áður en maður verður kas og kemst ekki neitt fyrir utan Reykjavíkursvæðið.

Í gær var svo ÍMARK (Íslenski markaðsdagurinn) og ég sat fyrirlestra um hin og þessi málin er tengjast markaðsmálum allan daginn. Það var mjög áhugavert. Mér finnst svona svo skemmtilegt. Maður gat pikkað upp góða punkta hér og þar. Þetta minnti mig á að vera komin aftur í skólann, og það var bara svaka góð tilfinning. Um kvöldið var svo boðið í þriggja rétta máltíð á Nordica og ball á eftir. Það var fínt. Maður var náttlega edrú innan um allt stuðliðið. Ég er ekki alveg búin að venjast því. Langaði þvílíkt bara að detta í það og verða full og vitlaus. Svona eins og venjulega á djamminu og svona eins og allir hinir! En nei, nei, það er auðvitað ekki í boði. Ég þrauka! Skemmti mér samt alveg vel, tjúttaði eiginlega allt kvöldið við diskólög Gullfoss og Geysis og gleymdi því hreinlega um stund að ég væri ólétt! Var í þvílíkri sveiflu. Hitti líka Kristján Hauks þarna sem er bara skemmtilegasti maður í heimi á dansgólfinu - og þá var ekki aftur snúið! BAra diskó friskó eins og það gerist best edrú! Krílið hefur ábyggilega ekkert skilið hvaðan á sig stóð veðrið.... ætlar þessi kelling ekkert að fara að slaka á?!

Svo ég er bara í rólegheitunum í dag. Enda alveg þreytt eftir þetta kvöld. Næstum því hálfþunn líka af reyk sem var ansi mikill þarna í gær. En ég er nú búin að ákveða að vera ekkert viðkvæm með það. Bara fara og gera það sem mig langar burt séð frá látum og reyk. Nenni hreinlega ekki að leggjast í dvala þótt ég sé ólétt. Ó, nei. Langar að vera með!

Erum að fara í útskriftarveislu og partý hjá Beggu vinkonu á eftir/kvöld. Hún var að útskrifast úr líffræði í HÍ. Svaka dugleg. Er nebblega samhliða líffræðinni búin að vera í LHÍ í fatahönnun og útskrifast úr henni sumarið 2005. Og þá verður hún líffræðingur og listakona! Góð blanda.
Til hamingju elsku BEX :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker