<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Heimur farfuglanna 

Fór á Heim farfuglanna í dag. Fór í þrjú bíó í fyrsta sinn held ég bara á ævinni. Og það var mjög spes. Fullt af krökkum með mömmu og pabba í bíó.

Þetta var mjög flott mynd. Það verður samt að segjast að mér fannst mjög spes að sitja í bíó í næstum 2 tíma og horfa á fugla! Og bara fugla. Jú, og smá landslag. Svo var falleg tónlist undir. En það er sama og ekkert talað í þessari mynd. Fuglar að fljúga, fuglar að sýna sig fyrir hvorum öðrum, fuglar að synda, fuglar að deyja, fuglar að eiga unga, fuglar að tala saman, fuglar að skíta og fuglar að gera allt sem fuglar geta hreinlega gert.

Það er ótrúlegt hvað þessar litlu skrýtnu skepnur geta gert með þann baunaheila sem fulgar eru með. Fuglarnir fljúga margir hverjir 10-20 þúsund kílómetra til að leita betri skilyrða til lífs. Og þeir fara alltaf sömu leiðina suður og tilbaka. Alveg ótrúlegt.

Myndin er mjög listræn og flott. Maður fékk mörg óvenjuleg sjónarhornin af fuglunum og í raun ótrúlegt hvernig hægt er að gera þetta. Mæli með henni ef þið viljið upplifa allt öðruvísi bíóferð.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker