<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 19, 2004

Árshátíðar-Smjatt 

Ég er í matarklúbbi sem heitir Smjatt. Svona eins og smjattpattarnir. Já, okkur stelpunum finnst miklu skemmtilegra að elda og borða heldur en prjóna í saumó eða hvað það nú heitir. Við stofnuðum því matarklúbbinn Smjatt og drykkjuklúbbinn Sötr þegar við útskrifuðumst úr MH. Vorum hræddar um að sambandið myndi slitna á milli okkar, en Smjatt og Sötr hafa þvert á móti gert okkur að bestu vinkonum.

Árshátíð Smjatts var á laugardagskvöldið. Þá fá makarnir að fylgja með og við gerum eitthvað aðeins öðruvísi eins og höfum þriggja rétta máltíð og einhvers konar skemmtiatriði. Að þessu sinni var leikur þar sem allir viðstaddir áttu að kjósa mesta kúlista, mesta djókarann, mesta djammarann, mesta gáfnaljósið, mestu dúlluna og "pollýönnu" hópsins. Þetta var hinn skemmtilegasti leikur og dreifðust stigin ansi jafnt á milli manna. Fyrir þá sem til þekkja þá samkvæmt þessum niðurstöðum er Begga mesta dúllan, Aron mesti kúlistinn, Eva mesti djammarinn, Sonja Pollýanna, Viggi mesti djókarinn og ég mesta gáfnaljósið!! Jesús minn hvað það passar ekki í þessum hópi gáfnaljósa. Flestar dúxar í sínum fögum og allir svakalega klárir á sínu sviði. Enda dreifðust þessi stig mest. Ég rétt marði í 3 stig af 13! Ykkur að segja hefði ég frekar vilja vinna kúlistaverðlaunin, en svona er samkeppnin hörð í hópnum! He he. Við erum öll svo æðisleg að það hálfa væri nóg. Ég elska vini mína! Án þeirra gæti ég hreinlega ekki verið. Svo smjöttum hátt og sötrum vel og lengi :)

By the way, hér er smá fóður fyrir karl-lesara þessa bloggs ef einhverjir eru - hún Dollý okkar Parton titts á afmæli í dag - kántrígella og eilífðarhottí með meiru... enjoy.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker