fimmtudagur, janúar 15, 2004
Kórstelpan ég
Fór á mína fyrstu kóræfingu síðan fyrir 10 árum í gærkvöldi. Er svaka ánægð með mig. Já, er byrjuð í Kammerkór Hafnarfjarðar og líst vel á. Þetta er lítill kór en svaka fínn og ég á 2 svaka fínar frænkur í kórnum sem hafa verið í honum lengi og láta vel af.
Nú, þetta gekk svona la la hjá mér. Ég les ekki nótur og spila ekki á hljóðfæri svo ég verð að hlusta extra vel til að ná lögunum. Í gær (og í dag) var ég líka með hálsbólgu og var nú ekkert að sperra röddina neitt hátt. Líka best að stay low svona fyrst um sinn sko – svo kemur sprengjan síðar!
Lögin sem við erum að syngja núna kallast matrígalar og eru einhver spes tegund af tónsmíði sem ég á eftir að uppgötva. Það er mjög spes taktur í þessum verkum en mjög falleg. Kórstjórinn sagði að það að syngja matrígala sé eins og að læra að drekka Wiskey, maður þarf að læra á það, kemur smátt og smátt og svo á endanum verður maður háður því. Úff, veit nú ekki með þá samlíkingu, hef aldrei getað drukkið Wiskey. En ætla þrátt fyrir það að gera mitt besta með matrígalana og allt hitt sem verður þarna á dagskrá.
Er svo ánægð með mig að vera loks orðin kórstelpa aftur. Þetta er svooo skemmtilegt. Svo fær maður meira að oft að syngja á ítölsku og svona. Eitt lagið sem við æfðum í gær hét “lascia mi morire” (frá árinu fimmtánhundruð og eitthvað) og er mest þessi setning út í gegnum allt verkið. Það var svaka fallegt, en ég held að ekki margir kórfélagar hafi gert sér grein fyrir því að þetta þýðir “leyfðu mér að deyja”! He he. En það er aukaatriði því ryþminn og söngurinn er svo fallegur. Já, nú er ég ekki bara fugl, heldur söngfugl.
Nú, þetta gekk svona la la hjá mér. Ég les ekki nótur og spila ekki á hljóðfæri svo ég verð að hlusta extra vel til að ná lögunum. Í gær (og í dag) var ég líka með hálsbólgu og var nú ekkert að sperra röddina neitt hátt. Líka best að stay low svona fyrst um sinn sko – svo kemur sprengjan síðar!
Lögin sem við erum að syngja núna kallast matrígalar og eru einhver spes tegund af tónsmíði sem ég á eftir að uppgötva. Það er mjög spes taktur í þessum verkum en mjög falleg. Kórstjórinn sagði að það að syngja matrígala sé eins og að læra að drekka Wiskey, maður þarf að læra á það, kemur smátt og smátt og svo á endanum verður maður háður því. Úff, veit nú ekki með þá samlíkingu, hef aldrei getað drukkið Wiskey. En ætla þrátt fyrir það að gera mitt besta með matrígalana og allt hitt sem verður þarna á dagskrá.
Er svo ánægð með mig að vera loks orðin kórstelpa aftur. Þetta er svooo skemmtilegt. Svo fær maður meira að oft að syngja á ítölsku og svona. Eitt lagið sem við æfðum í gær hét “lascia mi morire” (frá árinu fimmtánhundruð og eitthvað) og er mest þessi setning út í gegnum allt verkið. Það var svaka fallegt, en ég held að ekki margir kórfélagar hafi gert sér grein fyrir því að þetta þýðir “leyfðu mér að deyja”! He he. En það er aukaatriði því ryþminn og söngurinn er svo fallegur. Já, nú er ég ekki bara fugl, heldur söngfugl.
Comments:
Skrifa ummæli