miðvikudagur, janúar 14, 2004
Konur
Var að heyra í útvarpinu að í gær hafi það gerst í Afganistan í fyrsta sinn að kona birtist í sjónvarpi með hárið bert, þ.e. án höfuðklúts. Sem mér finnst frábært. Sýnir kannski og vonandi að eitthvað sé á leiðinni að breytast til hins betra þarna fyrir konur.
Svakalega er maður nú heppinn að vera kona á Íslandi. Jafnréttisbaráttan alveg í brennidepli og í raun flott að vera kona. Reyndar finnst mér ákveðin pressa vera á íslenskum konum. Þær eiga að vera fallegar, hávaxnar, klárar, helst með margt á könnunni í einu, eiga slatta af börnum, vera samt í formi, kunna að elda góðan mat, vera í stjórnunarstöðu, vera helst í framhaldsnámi með vinnu, alltaf í tískunni og brosandi.
Ok, ég er hávaxin, bláeyg, sæmilega klár, slatti að gera hjá mér í hinu og þessu, er í fínu formi þótt ég sé með selló, kann að elda (góðan?) mat, reyni að vera í tískunni og brosi oftar en ekki. Þá vantar bara stjórnunarstöðuna, framhaldsnámið og börnin! Tja, það er ágætisárangur hjá mér. Væri samt ábyggilega frábær árangur í Afganistan. Eða hvað? Þar eru án efa aðrar áherslur sem snúa meira að einstaklingsfrelsinu heldur en ofurmennistískulúkkfrelsinu. Eða hvað það á að kalla þetta frelsi sem við búum við hér á Íslandi.
Hvað sem því líður er ég stolt af því að vera íslensk kona.
Svakalega er maður nú heppinn að vera kona á Íslandi. Jafnréttisbaráttan alveg í brennidepli og í raun flott að vera kona. Reyndar finnst mér ákveðin pressa vera á íslenskum konum. Þær eiga að vera fallegar, hávaxnar, klárar, helst með margt á könnunni í einu, eiga slatta af börnum, vera samt í formi, kunna að elda góðan mat, vera í stjórnunarstöðu, vera helst í framhaldsnámi með vinnu, alltaf í tískunni og brosandi.
Ok, ég er hávaxin, bláeyg, sæmilega klár, slatti að gera hjá mér í hinu og þessu, er í fínu formi þótt ég sé með selló, kann að elda (góðan?) mat, reyni að vera í tískunni og brosi oftar en ekki. Þá vantar bara stjórnunarstöðuna, framhaldsnámið og börnin! Tja, það er ágætisárangur hjá mér. Væri samt ábyggilega frábær árangur í Afganistan. Eða hvað? Þar eru án efa aðrar áherslur sem snúa meira að einstaklingsfrelsinu heldur en ofurmennistískulúkkfrelsinu. Eða hvað það á að kalla þetta frelsi sem við búum við hér á Íslandi.
Hvað sem því líður er ég stolt af því að vera íslensk kona.
Comments:
Skrifa ummæli