<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Hvítir sokkar 

Alltaf eru fréttirnar jafn skemmtilegar. Ég elska svona useless fréttir sem eru ekki um pólitík eða stríð. Slíkar íslenskar fréttir fjalla jafnan um veður og færð, sauðburð eða náttúruna. Í fréttunum áðan var hins vegar frétt frá Hollandi um hvíta sokka. Já, það var einhver ráðherra sem lagði inn formlega kvörtun þar sem hann var að vinna í ráðuneyti nokkru um að það væri of mikið af fólki sem væri fínt klætt í vinnunni en rústaði því svo með því að vera í hvítum sokkum! Bara fyndið. En örugglega réttmætt. Eða það finnst mér. Veit svo sem ekki hvort ég myndi leggja inn kvörtun en þetta er jú allsvakalega ljótt fyrirbæri. Hvítir sokkar við jakkaföt eru ekki að fúnkera í mínum huga. Sá sem gerir það hlýtur að vera litblindur. Hvítir sokkar eiga í raun bara að vera tabú fyrir utan íþróttasalinn. En ég held það sé nú erfitt að ætla sér að banna hvíta sokka á vinnustað! Í vinnunni hjá mér er reyndar einn gæi sem er alltaf í hvítum sokkum, reyndar bara við gallabuxur, og hann er í inniskóm og þessir sokkar æææpa alveg á mig á hverjum degi. Og ég hugsa bara ósjálfrátt hvað greyið manninn er lummó. Það bara getur ekki verið að konan hans viti um þessi mistök. Ég veit, ég er ekkert skárri en hollenski ráðherrann. En maður getur samt bara ekki bossast með allt. Smekkur manna er bara misjafn sem betur fer. Maður væri ekkert spes ef allir væru eins kúl og maður sjálfur....Jæks!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker