<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Heimsmet í brjóstahaldaralosun með einni 

Var að horfa á Jay Leno í gær og þar birtist þessi maður sem á heimsmetið í brjóstahaldaralosun með einni hendi! Já, það sem fólki dettur í hug. Hann vildi verða heimsmethafi í einhverju og prófaði þetta. Æfði sig heima á gínum og varð svona svaka góður í þessu. Losaði 17 stk. á 46 sekúndum hjá Jay. Þvíííílíkt afrek segi ég nú bara.

Í hverju gæti maður nú prófað að verða heimsmethafi? Auddi og Sveppi hafa nú reynt ýmis Íslandsmet í 70 mínútum, þeir ættu kannski að reyna fyrir sér í vitleysisgangnum á heimsvísu.

Eftirfarandi heimsmet koma til greina (ég gæti hugsanlega orðið góð í þessu ef ég æfi mig):

Brjóstahaldaralosun með tönnunum (við konur hljótum að vera betri í þessu en karlar og er með þokkalegustu tennur)
Klæða sem flesta karlmenn úr nærbuxunum í beinni útsendingu með einni hendi
Knúsa sem flesta á einni mínútu

Neee, held ég láti nægja að vera ábyggilega mesta frekjan, rauðhausinn, freknufeisið og fattlausust innan vinahópsins :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker