föstudagur, janúar 02, 2004
Gleðilegt ár!
Gleðilegt ár allir sem ég þekki og þekki ekki nær og fjær! Þakka allt gamalt og gott og súrt og sætt.
Þá er jólastússið liðið og allt að falla í normið aftur. Reyndar er hátíðinni hjá okkur aldrei almennilega lokið fyrr en Viggi er búinn að eiga afmæli þann 7. janúar svo það er enn dágóður partýtími eftir.
Jólin voru fín. Lögðust vel í mig aldrei þessu vant. Og ég var ekki að bíða eftir að þeim lyki eins og svo oft áður. Bara naut þess að sofa og borða yfir mig af mat og kökum. Fórum tvisvar upp à Bláfjöll á snjóbretti. Í seinna skiptið í frábæru færi, það var allt á kafi í snjó og púður út um allt og gott veður. Fórum um kvöld og það er svo svakalega kósí að vera uppi í fjöllum að brettast í myrkrinu. Eitthvað svo rómó.
Nú, ég fékk fullt af fínum gjöfum (ætla reyndar að skipta yfir helmingnum af þeim... já, það má velta því fyrir sér hvað mannfræðikenningarnar um gjafir sem ég skrifaði um hér fyrir ofan segja um það...Þekkir viðkomandi mann ekki nógu vel? Er maður að hafna gefandanum á ákveðinn hátt með því að sila því sem hann ákvað að gefa mér? Úff, ég veit það ekki?!)
En fínasta gjöfin var frá Vigganum. Svaka sætt armband úr uppáhaldsbúðinni minni, Aurum. Mæli alveg með henni. Flott íslenskt hönnum. Svo Viggi sló í gegn þetta árið - eins og alltaf.
Og ég sló víst líka í gegn var mér sagt, en ég málaði mynd handa kappanum og hún er þegar komin upp á vegg (NB. er samt bara föndrari - ekki listakona...) Nú er bara að leggja hausinn í bleyti hvað ég á að gefa honum í afmælisgjöf.
Um áramótin vorum við svo með 20 manns heima í mat, báðar fjölskyldur okkar. Það var bara útbúið eitt stórt langborð í stofunni sem náði endanna á milli. Mikil vinna en svaka gaman. Vona að þetta verði árlegur viðburður.
Ég og Viggi fórum saman yfir liðið ár daginn fyrir gamlárs, hvað við gerðum á árinu og hvað gerðist sem við mundum sérstaklega eftir. Ætla að fara að fordæmi Binna (www.binniborgar.blogspot.com) hennar Mæju og gera upp árið hér og nú á síðunni:
Uppgjör :)
Janúar: Já, janúar var fínn mánuður. Viggi varð þrítugur og við héldum heljarinnar þrítugsafmæli. Það var dansað og djúsað fram á nótt eins og okkur er lagið.
Febrúar: hmmm..... hvað var eiginlega á seiði þá? Man bara ekki eftir neinu sérstöku þótt það hafi ábyggilega verið eitthvað. Júbb, árshátið IMG - ég og Lena í árshátíðarnefnd og við slógum í gegn með diskóþemanu. Páll Óskar dj og dúettinn Þú og ég mættu á svæðið og tóku lagið.
Mars: Litli Anton Karl fæddist 5. mars.
Amma varð áttræð og bauð allir fjölskyldunni til Kanarí og þar dvöldum við í viku í góðu yfirlæti. Sól, sjór og sandur og góður matur.... mmmmm. Kanarí kom mér virkilega á óvart. Hef alltaf haldið að Kanarí væri bara fyrir gamalmenni og sjúklinga en þannig virðist það vera markaðssett hér heima. En svo var nú alls ekki. Þarna var alls konar fólk. Meira að segja er þetta orðin hálfgerð hommanýlenda - tók víst við af Ibiza hvað það varðar fyrir nokkrum árum. Svo allir una sér vel þarna. Reyndar er ekkert hevví djamm þarna en nóg um að vera. Nektarströnd og allt (oj oj oj...)
Apríl: Í apríl 2003 var ég búin að vinna í heilt ár hjá IMG Gallup. Já, tíminn líður hratt þegar það gengur vel og er gaman.
Maí: Fórum til Köben í heimsókn til Vilborgar og til Auðuns og Völu í Lundi í Sverige. Svaka skemmtileg ferð. Ég átti afmæli í tívolíinu og við fórum meira að segja tvisvar í turninn sem hendir manni niður á feiknahraða. Fékk svakalegt kikk út úr því - og þykist svo vera flughrædd! Tja, meiri vitleysan. Fékk svo krúttlega fiðrildasandala í afmælisgjöf frá Vigga.
Í Lundi lærðum við að spila Kubb sem er sænskt víkingaspil og er rosa skemmtilegt. Varð vinsælt meðal vinanna hér heima og við fengum nett kubb æði. Frétti síðar um sumarið að hér heima er haldið íslandsmót í Kubb! Verðum pottþétt með á næsta ári.
Viggi, Aron og Rúnar fóru í gönguskíðaferð upp á Vatnajökul og Embla og Eva héldu upp á afmælið sitt með stæl. Við héldum líka afmælis-júróvisjónpartý sem var virkilegt stuð, enda ekki við öðru að búast með þeim frábæru vinum sem við eigum.
Júní: Brósi afmæli. Ég, Viggi og Helena gengum upp á Snæfellsjökul um hvítasunnuhelgina með snjóbrettin og tókum krúsið niður. Alveg magnað. Sv fórum við Viggi, Helena, Rúnar og Örlygur upp á Hvannadalshnúk helgina á eftir og geri aðrir betur! Tókum brettin með okkur og krúsuðum niður. Við vorum 15 tíma upp og niður með góðum pásum. Þetta var klikkuð ferð. Ólýsanlegt útsýni og náttúrufílingur. Ég var alveg dauð eftir þetta og langaði mest til að leggjast í dvala í nokkra daga eftir þetta. Titraði og skalf af þreytu en var svo í góðum gír strax daginn eftir. Geri þetta pottþétt einhvern tímann aftur.
Sonja, Kolla og Vilborg áttu 27 ára afmæli. Vilborg kom heim frá Köben og Mæja kíkti í heimsókn frá UK.
Júlí: Fórum mörg saman í Landmannalaugar. Það var þoka og rigningarúði allan tímann og laugin var köld en samt var gaman. Hittum eitthvað lið sem var með gítar og söngbækur og sungum alla nóttina. Viggi og Rúnar urðu svo fullir að þeir héldu að þeir væru orðnir blindir þegar þeir sáu ekki lengur söngtextana....æjæjæj... svona fer alkahólið með mann. En djö voru þeir fyndir. You had to be there.
Mæja afmæli :)
Ágúst: Um verslunarmannahelgina fórum við Viggi í IMG gönguna. Sonja og Gestur fóru með okkur en við vorum 14 saman. Þó aðeins 4 frá IMG. Gengum á 4 dögum frá Laka yfir í Núpsstaðaskóg. Svaka fín ganga. Fórum yfir einn skriðjökul og 3 jökulár sem var hægara sagt en gert. Þvílíkur kraftur í náttúruöflunum. Einn í hópnum féll ofan í jökulsprungu og var heppinn að slasa sig ekki illa. Þetta var þokkalegt sjokk fyrir allan hópinn en fór vel sem betur fer. Svo var ég næstum flotin í burtu í einni jökulánni. Sá bara lífið fljóta framhjá mér og mig drukkna í ánni, svo svakalegur var straumurinn. Áin var að gleypa mig. Ég fullyrði að ég hef aldrei orðið eins hrædd á ævinni, úff hrikaleg lífsreynsla. En ég er hér enn, var bjargað af hetjum sem voru með mér :)
Eftir gönguna keyrðum við Viggi svo um austfirðina, þræddum hvern fjörð á fætur öðrum og gistum í bændagistingu sem er algjör snilld. Fengum frábært veður og þetta var mjög spes. Fátt fólk á ferli í þessum fjörðum. Enduðum á Mývatni í góðra vina hópi.
Þann 12. ágúst fæddist svo elsku Úlfur hennar Elvu. Oh, hann er bara æðislegur. Þegar ég hélt á honum dagsgömlum fann ég í fyrsta sinn þá tilfinningu að ég gæti orðið og að ég treysti mér virkilega til að verða einhvern tímann mamma.
September: Sumrinu lokið, ferðalögum og göngum lokið í bili. Begga hélt fínt afmælispartý.
Október: Elva Ruth afmæli. Auðun Gauti kom í heiminn í Sverige.
Nóvember: Við búin að eiga heima á Hverfisgötunni í 1 ár. Það er svaka fínt, okkur líður hvergi betur. Mamma átti afmæli.
Desember: Jólaglögg IMG með IMG-Idolinu sem ég, Vilborg Helga og Trausti stóðum fyrir. Fengum fína dóma (okkur fannst við ógeðslega fyndin). Jólasmjatti var haldinn og svo komu jólin og áramótin.
Finító. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju, en árið 2003 var barasta afbragðsár. Við Viggi höfum t.d. ekki ferðast eins mikið innanlands og utan í langan tíma.
Og 2004 leggst prýðilega í mig.
Þá er jólastússið liðið og allt að falla í normið aftur. Reyndar er hátíðinni hjá okkur aldrei almennilega lokið fyrr en Viggi er búinn að eiga afmæli þann 7. janúar svo það er enn dágóður partýtími eftir.
Jólin voru fín. Lögðust vel í mig aldrei þessu vant. Og ég var ekki að bíða eftir að þeim lyki eins og svo oft áður. Bara naut þess að sofa og borða yfir mig af mat og kökum. Fórum tvisvar upp à Bláfjöll á snjóbretti. Í seinna skiptið í frábæru færi, það var allt á kafi í snjó og púður út um allt og gott veður. Fórum um kvöld og það er svo svakalega kósí að vera uppi í fjöllum að brettast í myrkrinu. Eitthvað svo rómó.
Nú, ég fékk fullt af fínum gjöfum (ætla reyndar að skipta yfir helmingnum af þeim... já, það má velta því fyrir sér hvað mannfræðikenningarnar um gjafir sem ég skrifaði um hér fyrir ofan segja um það...Þekkir viðkomandi mann ekki nógu vel? Er maður að hafna gefandanum á ákveðinn hátt með því að sila því sem hann ákvað að gefa mér? Úff, ég veit það ekki?!)
En fínasta gjöfin var frá Vigganum. Svaka sætt armband úr uppáhaldsbúðinni minni, Aurum. Mæli alveg með henni. Flott íslenskt hönnum. Svo Viggi sló í gegn þetta árið - eins og alltaf.
Og ég sló víst líka í gegn var mér sagt, en ég málaði mynd handa kappanum og hún er þegar komin upp á vegg (NB. er samt bara föndrari - ekki listakona...) Nú er bara að leggja hausinn í bleyti hvað ég á að gefa honum í afmælisgjöf.
Um áramótin vorum við svo með 20 manns heima í mat, báðar fjölskyldur okkar. Það var bara útbúið eitt stórt langborð í stofunni sem náði endanna á milli. Mikil vinna en svaka gaman. Vona að þetta verði árlegur viðburður.
Ég og Viggi fórum saman yfir liðið ár daginn fyrir gamlárs, hvað við gerðum á árinu og hvað gerðist sem við mundum sérstaklega eftir. Ætla að fara að fordæmi Binna (www.binniborgar.blogspot.com) hennar Mæju og gera upp árið hér og nú á síðunni:
Uppgjör :)
Janúar: Já, janúar var fínn mánuður. Viggi varð þrítugur og við héldum heljarinnar þrítugsafmæli. Það var dansað og djúsað fram á nótt eins og okkur er lagið.
Febrúar: hmmm..... hvað var eiginlega á seiði þá? Man bara ekki eftir neinu sérstöku þótt það hafi ábyggilega verið eitthvað. Júbb, árshátið IMG - ég og Lena í árshátíðarnefnd og við slógum í gegn með diskóþemanu. Páll Óskar dj og dúettinn Þú og ég mættu á svæðið og tóku lagið.
Mars: Litli Anton Karl fæddist 5. mars.
Amma varð áttræð og bauð allir fjölskyldunni til Kanarí og þar dvöldum við í viku í góðu yfirlæti. Sól, sjór og sandur og góður matur.... mmmmm. Kanarí kom mér virkilega á óvart. Hef alltaf haldið að Kanarí væri bara fyrir gamalmenni og sjúklinga en þannig virðist það vera markaðssett hér heima. En svo var nú alls ekki. Þarna var alls konar fólk. Meira að segja er þetta orðin hálfgerð hommanýlenda - tók víst við af Ibiza hvað það varðar fyrir nokkrum árum. Svo allir una sér vel þarna. Reyndar er ekkert hevví djamm þarna en nóg um að vera. Nektarströnd og allt (oj oj oj...)
Apríl: Í apríl 2003 var ég búin að vinna í heilt ár hjá IMG Gallup. Já, tíminn líður hratt þegar það gengur vel og er gaman.
Maí: Fórum til Köben í heimsókn til Vilborgar og til Auðuns og Völu í Lundi í Sverige. Svaka skemmtileg ferð. Ég átti afmæli í tívolíinu og við fórum meira að segja tvisvar í turninn sem hendir manni niður á feiknahraða. Fékk svakalegt kikk út úr því - og þykist svo vera flughrædd! Tja, meiri vitleysan. Fékk svo krúttlega fiðrildasandala í afmælisgjöf frá Vigga.
Í Lundi lærðum við að spila Kubb sem er sænskt víkingaspil og er rosa skemmtilegt. Varð vinsælt meðal vinanna hér heima og við fengum nett kubb æði. Frétti síðar um sumarið að hér heima er haldið íslandsmót í Kubb! Verðum pottþétt með á næsta ári.
Viggi, Aron og Rúnar fóru í gönguskíðaferð upp á Vatnajökul og Embla og Eva héldu upp á afmælið sitt með stæl. Við héldum líka afmælis-júróvisjónpartý sem var virkilegt stuð, enda ekki við öðru að búast með þeim frábæru vinum sem við eigum.
Júní: Brósi afmæli. Ég, Viggi og Helena gengum upp á Snæfellsjökul um hvítasunnuhelgina með snjóbrettin og tókum krúsið niður. Alveg magnað. Sv fórum við Viggi, Helena, Rúnar og Örlygur upp á Hvannadalshnúk helgina á eftir og geri aðrir betur! Tókum brettin með okkur og krúsuðum niður. Við vorum 15 tíma upp og niður með góðum pásum. Þetta var klikkuð ferð. Ólýsanlegt útsýni og náttúrufílingur. Ég var alveg dauð eftir þetta og langaði mest til að leggjast í dvala í nokkra daga eftir þetta. Titraði og skalf af þreytu en var svo í góðum gír strax daginn eftir. Geri þetta pottþétt einhvern tímann aftur.
Sonja, Kolla og Vilborg áttu 27 ára afmæli. Vilborg kom heim frá Köben og Mæja kíkti í heimsókn frá UK.
Júlí: Fórum mörg saman í Landmannalaugar. Það var þoka og rigningarúði allan tímann og laugin var köld en samt var gaman. Hittum eitthvað lið sem var með gítar og söngbækur og sungum alla nóttina. Viggi og Rúnar urðu svo fullir að þeir héldu að þeir væru orðnir blindir þegar þeir sáu ekki lengur söngtextana....æjæjæj... svona fer alkahólið með mann. En djö voru þeir fyndir. You had to be there.
Mæja afmæli :)
Ágúst: Um verslunarmannahelgina fórum við Viggi í IMG gönguna. Sonja og Gestur fóru með okkur en við vorum 14 saman. Þó aðeins 4 frá IMG. Gengum á 4 dögum frá Laka yfir í Núpsstaðaskóg. Svaka fín ganga. Fórum yfir einn skriðjökul og 3 jökulár sem var hægara sagt en gert. Þvílíkur kraftur í náttúruöflunum. Einn í hópnum féll ofan í jökulsprungu og var heppinn að slasa sig ekki illa. Þetta var þokkalegt sjokk fyrir allan hópinn en fór vel sem betur fer. Svo var ég næstum flotin í burtu í einni jökulánni. Sá bara lífið fljóta framhjá mér og mig drukkna í ánni, svo svakalegur var straumurinn. Áin var að gleypa mig. Ég fullyrði að ég hef aldrei orðið eins hrædd á ævinni, úff hrikaleg lífsreynsla. En ég er hér enn, var bjargað af hetjum sem voru með mér :)
Eftir gönguna keyrðum við Viggi svo um austfirðina, þræddum hvern fjörð á fætur öðrum og gistum í bændagistingu sem er algjör snilld. Fengum frábært veður og þetta var mjög spes. Fátt fólk á ferli í þessum fjörðum. Enduðum á Mývatni í góðra vina hópi.
Þann 12. ágúst fæddist svo elsku Úlfur hennar Elvu. Oh, hann er bara æðislegur. Þegar ég hélt á honum dagsgömlum fann ég í fyrsta sinn þá tilfinningu að ég gæti orðið og að ég treysti mér virkilega til að verða einhvern tímann mamma.
September: Sumrinu lokið, ferðalögum og göngum lokið í bili. Begga hélt fínt afmælispartý.
Október: Elva Ruth afmæli. Auðun Gauti kom í heiminn í Sverige.
Nóvember: Við búin að eiga heima á Hverfisgötunni í 1 ár. Það er svaka fínt, okkur líður hvergi betur. Mamma átti afmæli.
Desember: Jólaglögg IMG með IMG-Idolinu sem ég, Vilborg Helga og Trausti stóðum fyrir. Fengum fína dóma (okkur fannst við ógeðslega fyndin). Jólasmjatti var haldinn og svo komu jólin og áramótin.
Finító. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju, en árið 2003 var barasta afbragðsár. Við Viggi höfum t.d. ekki ferðast eins mikið innanlands og utan í langan tíma.
Og 2004 leggst prýðilega í mig.
Comments:
Skrifa ummæli