fimmtudagur, janúar 29, 2004
ABC
Var að taka til í gömlum diskettum og fann eftirfarandi frásögn sem ég skrifaði fyrir 5 árum síðan á ferðalagi okkar um Indland.
Mig langar til að segja ykkur frá litlu ævintýri sem ég og kærastinn minn urðum hluti af á ferðalagi okkar um heiminn fyrir fáeinum árum. Þetta er ekki rauðhettu saga með vondum úlfi eða ástarsaga úr fjöllunum, heldur frásögn um heimsókn okkar á munaðarleysingjaheimili í Gannavaram á Indlandi. Þeir lesa sem nenna!
Þetta er ævintýri um blákaldan veruleika sem í senn er sorglegur og skemmtilegur, fallegur og ljótur. Þetta litla ævintýri er Heimili litlu ljósanna. Á því búa fullt af fallegum börnum og landið þeirra heitir Ísland. Heimilið er alfarið styrkt af göfugum Íslendingum í gegnum ABC hjálparstarf og við vorum svo heppin að fá að hoppa í nokkra daga inn í lífsmynstur þessara foreldralausu fyrirmyndabarna sem þakklát lifa dýrmætu lífinu sínu með bros á vör.
Það var í byrjun desember 1998 eftir tveggja mánaða ferðalag okkar um Indland, sem við ákváðum að heimsækja Heimili litlu ljósanna. Við höfðum styrkt barn á þessu heimili í rúm 2 ár og fannst tilvalið að stoppa í Gannavaram og brjóta þannig upp yfir 30 tíma lestarferð sem tekur að fara frá Chennai (Madras) til Calcutta. Við vissum sama og ekkert um heimilið og hagi þess, aðeins það sem mánaðarlegt fréttabréf hafði borið okkur heim frá ABC. Við ákváðum að láta aðstandendur heimilisins ekki vita að við værum að koma í heimsókn og fá þannig ósvikna stemningu heimilisins beint í æð. Við vildum fá að sjá þetta eins og það virkilega er. Við vorum búin að upplifa margt þessa rúma 2 mánuði á ferðalagi um Indland og héldum því að við vissum að nokkru leyti við hverju væri að búast, -bara því sama og venjulega - rusli og óþrifnaði, skipulagsleysi og skorti – en þó kurteisi og fullt af brosum þrátt fyrir allt.
Þegar við mættum á svæðið fundum við strax að þarna ætti sér eitthvað virkilega sérstakt stað. Eitthvað þvert á móti okkar indversk mettaða hugarlund og indverskum staðreyndum. Þetta var svona íslenskt Indland þegar upp var staðið.
Við hringdum í Samuel forstöðumann heimilisins þegar lestin loksins skilaði okkur á áfangastað. Símanúmerið höfðum við fengið á Íslandi áður en við lögðum að heiman. Hann varð afar hissa í símann þegar við kynntum okkur og sögðumst vera frá Reykjavík á Íslandi. Eftir örskamma stund var hann kominn að sækja okkur á lestarstöðina og átti varla til orð að það væri loksins komin heimsókn frá Íslandi til þeirra. Það var rétt fyrir kvöldmat sem við komum á svæðið og strax hópuðust fjölmörg börnin í kringum okkur og brostu og hlógu og vildu koma við okkur. Mörg voru að sjá hvítan mann í fyrsta sinn. Mín fyrsta tilfinning þegar við gengum þarna umvafin börnum, var einhvern vegin svona þakklát tilfinning, einhvers konar "Díönu prinsessu" andi, eins fáránlega og það kann að hljóma!! En okkur leið eins og drottningu og kóngi í litlu ævintýri þessa daga sem við dvöldum hjá börnunum.
Við gengum um svæði barnaheimilisins sem er ansi stórt og skoðuðum okkur um með yfir sig spenntan og ánægðan krakkaskarann á eftir okkur. Svæðið sem Heimili litlu ljósanna hefur til umráða samanstendur af skóla með um 20 skólastofum, 3. hæða stóru húsi þar sem börnin sofa, húsi sem þau borða og þar sem eldað er handa þeim, nýju húsi þar sem öll klósettaðstaða er, húsi með sturtuaðstöðu og svo húsi fyrir starfsfólk og hjálparfólk. Einnig eru þau með lítið fjós undir buffalóana sína þar sem þau fá alla mjólkina fyrir börnin. Í smíðum er svo nýr matsalur og annað hús undir börnin sem kemst í gagnið innan skamms, en það er mikil þörf á meira plássi því barnahópurinn stækkar ört.
Í upphafi þegar heimilið var stofnað fyrir um 5 árum, voru á því um 300 börn, sem núna hefur fjölgað í 1800 á mjög skömmum tíma. Samuel þekkir öll börnin með nafni og hann neitar aldrei neinu barni um heimili sem kemur inn af götunni, sama hvernig ástatt er hjá þeim og hverrar trúar þau eru. Þau eru öll fædd og klædd og öllum kennt kristinfræðin um Guð og Jesús Krist. Mörg börnin koma sjálf og oft koma ættingjar barnanna með þau þegar foreldrarnir hafa yfirgefið þau eða eru látin. Einnig er til í dæminu að foreldrar barnanna komi sjálf með börn sín út af því að geta ekki annast þau sökum fátæktar og allsleysis. Þegar barnið er komið inn á heimilið dvelur það þar allavega til 18 – 20 ára aldurs, en þá er það búið með skólagönguna og getur unnið fyrir sér sjálft og spjarað sig í hinum harða heimi Indlands.
Eitt kvöldið meðan á dvöl okkar með ljósunum stóð var búið að ákveða skemmtun fyrir krakkana því að sonur Samuels átti afmæli þennan dag. Það er með engu móti hægt að halda upp á afmæli 1500 barna, einnig þar sem ekki er vitað um afmælisdag flestra barnanna, og því tók Samuel til þess ráðs að halda eitt stórt afmæli fyrir öll börnin í samkomuhúsinu. Og við vorum virkir þátttakendur í þeirri skemmtun. Afi afmælisbarnsins prédikaði og við sungum öll saman afmælissönginn. Svo var kakan skorin og afmælisbarnið fékk að bragða á henni en hann var sá ein,i því því miður hefði hún aldrei dugað ofaní alla munnana. Eldri stúlkurnar stráðu litlum gulum heilögum blómum yfir okkur öll og Samuel kynnti okkur formlega fyrir börnunum sem með aðdáun störðu á okkur. Með hjálp nýja hljóðkerfisins sem þau höfðu eignast sögðum við þeim frá Íslandi og öllu fólkinu heima sem væri að hugsa til þeirra og vildu hjálpa þeim að vaxa úr grasi og mennta sig. Við sögðum þeim frá lífinu á Íslandi og kulda og snjó. Svo steig einn strákur, sirka 4 ára, á sviðið og vildi endilega syngja fyrir okkur í míkrafóninn. Hann söng fjörugt indverskt lag þar sem öll hin börnin tóku undir í viðlaginu. Ég gleymi aldrei þessum strák eða söngnum. Enn í dag stend ég sjálfa mig vera að söngla þetta lag og þá rifjast allt svo auðveldlega upp fyrir mér. Svo vildu þau endilega að við mundum syngja fyrir sig sem og við gerðum svo undirtók í húsinu, við mikinn fögnuð barnanna sem alltaf vildu fá að heyra nýtt og nýtt lag. Sofðu unga ástin mín og jólasveinar einn og átta hafa ábyggilega aldrei lent í öðru eins!
Það er erfitt að standa fyrir framan 1500 munaðarlaus börn og segja þeim að einhver elski þau og það sé verið að hugsa til þeirra frá Íslandi, sem sum hver vita enn ekki hvar eða hvað er. Að horfa á 3000 stór og falleg munaðarlaus augu stara á sig með þvílíkri dýrkun og eftirvæntingu er upplifun sem erfitt er að lýsa. Tárin komu svo oft fram í augun á okkur, en sú hugsun að við séum að hjálpa til og bros barnanna sem fór ekki af þeim, lét þau hverfa aftur jafn óðum. Kvöldinu lauk svo með trúði og galdrakarli sem galdraði alla óhamingju í burtu og skemmti börnunum með ýmis konar brögðum og kúnstum og það var greinilegt að Samuel hafði gefið börnunum virkilegan dagamun þetta kvöld. Öll fóru þau skælbrosandi að sofa.
Daginn eftir fylgdumst við með því hvernig venjulegur dagur í lífi barnanna er. Hann er í stuttu máli svona: Þau vakna klukkan 8 á morgnana og fara þá öll í sturtu, en það er mikið lagt upp úr hreinlæti, og þau klædd í hrein föt og greidd. Hár yngri stúlknanna flétta hjálparkonurnar en eldri stúlkurnar flétta hvor aðra. Morgunmatur er borðaður á eftir því, og skólinn byrjar klukkan 10, alla daga nema sunnudaga sem er frídagur barnanna. Það eru margir bekkir, frá 1. bekk upp í 10. bekk, og er börnunum raðað niður eftir getu og aldri. Skólinn þeirra er viðurkenndur af indverska ríkinu og hafa börnin því gilt prófskírteini að skólagöngunni lokinni sem ekki allir skólar í Indlandi hafa. Þau stunda mörg fög eins og til dæmis Hindí, sem er opinbera málið í indlandi ásamt ensku, (en í Indlandi eru töluð 18 aðal tungumál) Telugu, tungan sem töluð er í héraðinu, ensku, stærðfræði, vísindi, samfélagsfræði og félagsfræði. Klukkan 12 er svo hádegishlé og skólanum lýkur klukkan hálf fimm. Þá hafa þau frían tíma fram að kvöldmat og einnig eftir kvöldmat. Svo fara allir að sofa klukkan 9.
Við fylgdumst með kennslunni í skólanum og gengum á milli skólastofanna sem eru opnar út, án glugga og hurða - bara undir þaki. Eldri börnin hafa skólaborð og stóla og það er krítartafla í hverri stofu. Skólabækurnar eru gamlar og slitnar en þjóna sínum tilgangi. Drengir og stúlkur sitja sitthvoru megin í stofunni af gömlum sið. Yngri börnin sitja á gólfinu og eiga hver sína litla krítartöflu og krít. Þau virtust öll hafa mikinn áhuga á að læra og það var greinilegt að engum leiddist. Kennsla fer mikið fram munnlega þar sem kennarinn talar um hlutina og börnin þylja mikið upp í kór. Voða mikið eins og hér heima, nema kannski að þakklætið að fá að læra skilar sér í áhuga og gleði.
Í hádeginu borðuðum við með börnunum í matsalnum þeirra og það var mjög gaman. Við sáum stærstu hrísgrjónapotta á hlóðum sem hægt er að ímynda sér, þeir voru á stærð við meðal heitan pott. Og alla vega 10 talsins. Það er borðað í 2-3 hollum og fær hvert barn heilt fjall af hrísgrjónum á diskinn sinn ásamt sósu og stundum grænmeti. Vatn er drukkið með, en fjögur til fimm börn drekka saman úr einu glasi því ekki er til nóg af glösum. Hjálpararnir stóðu sig eins og hetjur í skömmtuninni og allt gekk hratt og vel fyrir sig og börnin borðuðu ótrúlegt magn af grjónum eins og indverjum er lagið. Við, fullorðið fólkið, gátum ekki torgað helmingnum á við það sem krílin borðuðu. Það voru saddir og ánægðir krakkar sem gengu frá borðinu eftir matinn og þvoðu sér um hendurnar á meðan stáldiskarnir voru skolaðir fyrir næstu munna.
Þennan dag fengu börnin frí eftir hádegi í skólanum vegna heimsóknar okkar og var þeim öllum stillt upp á skólalóðinni fyrir myndatöku. Þau fengu jólagjöfina sína fyrirfram í tilefni komu okkar og myndatökunnar, en hvert barn fékk nýjan skólabúning. Þeir gömlu voru orðnir slitnir og alltaf hverfur eitthvað af fötum barnanna þegar fátækir vinir og ættingjar koma í heimsókn og sjá sér þann kostinn vænstan að fá eitthvað af fötum “lánuð” heim. Þarna stóðu svo þessi fyrirmyndabörn og nemendur í nýju skólabúningunum sínum með bros á vör og stilltu sér þæg og góð upp fyrir Ísland. Svo fengu þau frjálsan tíma fram að svefni. Stúlkurnar sofa saman á hæð og drengirnir saman. Hvert barn hefur sína strámottu til að sofa á á gólfinu og teppi til að breiða ofan á sig. Svo eiga allir sinn lítinn kistil þar sem þau geyma sína einka hluti. Ég kíkti inn í svefnálmur stúlknanna og þar voru sumar að biðja bænirnar sínar og aðrar að hjálpast að við að losa flétturnar fyrir svefninn. Enn aðrar voru sofnaðar og hjúfruðu sig þétt að hvor annari í svefni. Það er augljóst að börnin eru öll miklir vinir, enda hafa þau aðeins hvort annað.
Heimili litlu ljósanna er án efa heimili af Guðs náð. Andrúmsloftið er afar friðsælt og gott að öllu leyti. Samuel hefur tekist mjög vel að gefa börnunum gott heimili, heimili af öryggi og umhyggju, en það er það sem þessi litlu foreldralausu börn þurfa. Skipulagið á hlutunum er mjög gott, ólíkt því sem gengur og gerist á Indlandi, enda ekki annað hægt þegar um svona mörg börn er að ræða. Okkur var mjög vel tekið af litlu ljósunum og aðstandendum þeirra og það var greinilegt að hér hafa það allir eins og best er á kosið í stöðunni. Það kom okkur mikið á óvart hversu allt var hreint og fínt miðað við Indland - en þetta er jú lítið Ísland í Indlandi.
Þörfin er mikil á góðum stuðningi frá okkur Íslendingum. Þau stóla öll á okkur. Þau vantar til dæmis dýnur til að sofa á, stóla fyrir öll börnin og bækur á tómt bókasafnið sitt. Einnig er þörf á skóla hér á menntaskólastigi því börnin sem hér eru búin með 10. bekk eru oftast ekki tilbúin að fara út af heimilinu í skóla annars staðar. Draumurinn er að gera þennan stuðning við munaðarleysingjana að keðjuverkandi samstarfi. Þegar þau eru orðin fullorðin og búin að læra hér á heimilinu í skóla og á lífið, þá hjálpi þau næstu börnum. Þetta er allt á góðri leið, en það vantar alltaf fleiri styrktaraðila.
Í dag kostar það mig 2500 krónur á mánuði að styrkja Ramesh Vinukonda, 12 ára munaðarlausan dreng á Heimili litlu ljósanna. Við höfum styrkt hann núna í 5 ár eða frá því hann var 7 ára. Við fáum af og til senda mynd af honum ásamt einkunnum úr skólanum og myndir sem hann hefur teiknað. Í hverju bréfi skrifar hann að hann elski okkur. Þetta heitir að vera styrktarforeldrar og lætur okkur líða vel vitandi af því að við getum hjálpað aðeins til. Það skiptir allt máli hversu lítið sem það er. Maður hugsar sig ekki tvisvar um að fara í bíó og eyða í popp og kók og með því, - af hverju ættum við að hugsa okkur tvisvar um þetta?! Fyrir okkur sem Íslendinga er þetta ekki mikill peningur á mánuði, - en fyrir litlu ljósin er þetta líf.
Þau báðu kærar kveðjur frá Íslandi á Indlandi.
Vá - tilfinningin hellist alveg aftur yfir mig núna þegar ég les þetta 5 árum síðar. Eins og það hafi gerst í gær.
Mig langar til að segja ykkur frá litlu ævintýri sem ég og kærastinn minn urðum hluti af á ferðalagi okkar um heiminn fyrir fáeinum árum. Þetta er ekki rauðhettu saga með vondum úlfi eða ástarsaga úr fjöllunum, heldur frásögn um heimsókn okkar á munaðarleysingjaheimili í Gannavaram á Indlandi. Þeir lesa sem nenna!
Þetta er ævintýri um blákaldan veruleika sem í senn er sorglegur og skemmtilegur, fallegur og ljótur. Þetta litla ævintýri er Heimili litlu ljósanna. Á því búa fullt af fallegum börnum og landið þeirra heitir Ísland. Heimilið er alfarið styrkt af göfugum Íslendingum í gegnum ABC hjálparstarf og við vorum svo heppin að fá að hoppa í nokkra daga inn í lífsmynstur þessara foreldralausu fyrirmyndabarna sem þakklát lifa dýrmætu lífinu sínu með bros á vör.
Það var í byrjun desember 1998 eftir tveggja mánaða ferðalag okkar um Indland, sem við ákváðum að heimsækja Heimili litlu ljósanna. Við höfðum styrkt barn á þessu heimili í rúm 2 ár og fannst tilvalið að stoppa í Gannavaram og brjóta þannig upp yfir 30 tíma lestarferð sem tekur að fara frá Chennai (Madras) til Calcutta. Við vissum sama og ekkert um heimilið og hagi þess, aðeins það sem mánaðarlegt fréttabréf hafði borið okkur heim frá ABC. Við ákváðum að láta aðstandendur heimilisins ekki vita að við værum að koma í heimsókn og fá þannig ósvikna stemningu heimilisins beint í æð. Við vildum fá að sjá þetta eins og það virkilega er. Við vorum búin að upplifa margt þessa rúma 2 mánuði á ferðalagi um Indland og héldum því að við vissum að nokkru leyti við hverju væri að búast, -bara því sama og venjulega - rusli og óþrifnaði, skipulagsleysi og skorti – en þó kurteisi og fullt af brosum þrátt fyrir allt.
Þegar við mættum á svæðið fundum við strax að þarna ætti sér eitthvað virkilega sérstakt stað. Eitthvað þvert á móti okkar indversk mettaða hugarlund og indverskum staðreyndum. Þetta var svona íslenskt Indland þegar upp var staðið.
Við hringdum í Samuel forstöðumann heimilisins þegar lestin loksins skilaði okkur á áfangastað. Símanúmerið höfðum við fengið á Íslandi áður en við lögðum að heiman. Hann varð afar hissa í símann þegar við kynntum okkur og sögðumst vera frá Reykjavík á Íslandi. Eftir örskamma stund var hann kominn að sækja okkur á lestarstöðina og átti varla til orð að það væri loksins komin heimsókn frá Íslandi til þeirra. Það var rétt fyrir kvöldmat sem við komum á svæðið og strax hópuðust fjölmörg börnin í kringum okkur og brostu og hlógu og vildu koma við okkur. Mörg voru að sjá hvítan mann í fyrsta sinn. Mín fyrsta tilfinning þegar við gengum þarna umvafin börnum, var einhvern vegin svona þakklát tilfinning, einhvers konar "Díönu prinsessu" andi, eins fáránlega og það kann að hljóma!! En okkur leið eins og drottningu og kóngi í litlu ævintýri þessa daga sem við dvöldum hjá börnunum.
Við gengum um svæði barnaheimilisins sem er ansi stórt og skoðuðum okkur um með yfir sig spenntan og ánægðan krakkaskarann á eftir okkur. Svæðið sem Heimili litlu ljósanna hefur til umráða samanstendur af skóla með um 20 skólastofum, 3. hæða stóru húsi þar sem börnin sofa, húsi sem þau borða og þar sem eldað er handa þeim, nýju húsi þar sem öll klósettaðstaða er, húsi með sturtuaðstöðu og svo húsi fyrir starfsfólk og hjálparfólk. Einnig eru þau með lítið fjós undir buffalóana sína þar sem þau fá alla mjólkina fyrir börnin. Í smíðum er svo nýr matsalur og annað hús undir börnin sem kemst í gagnið innan skamms, en það er mikil þörf á meira plássi því barnahópurinn stækkar ört.
Í upphafi þegar heimilið var stofnað fyrir um 5 árum, voru á því um 300 börn, sem núna hefur fjölgað í 1800 á mjög skömmum tíma. Samuel þekkir öll börnin með nafni og hann neitar aldrei neinu barni um heimili sem kemur inn af götunni, sama hvernig ástatt er hjá þeim og hverrar trúar þau eru. Þau eru öll fædd og klædd og öllum kennt kristinfræðin um Guð og Jesús Krist. Mörg börnin koma sjálf og oft koma ættingjar barnanna með þau þegar foreldrarnir hafa yfirgefið þau eða eru látin. Einnig er til í dæminu að foreldrar barnanna komi sjálf með börn sín út af því að geta ekki annast þau sökum fátæktar og allsleysis. Þegar barnið er komið inn á heimilið dvelur það þar allavega til 18 – 20 ára aldurs, en þá er það búið með skólagönguna og getur unnið fyrir sér sjálft og spjarað sig í hinum harða heimi Indlands.
Eitt kvöldið meðan á dvöl okkar með ljósunum stóð var búið að ákveða skemmtun fyrir krakkana því að sonur Samuels átti afmæli þennan dag. Það er með engu móti hægt að halda upp á afmæli 1500 barna, einnig þar sem ekki er vitað um afmælisdag flestra barnanna, og því tók Samuel til þess ráðs að halda eitt stórt afmæli fyrir öll börnin í samkomuhúsinu. Og við vorum virkir þátttakendur í þeirri skemmtun. Afi afmælisbarnsins prédikaði og við sungum öll saman afmælissönginn. Svo var kakan skorin og afmælisbarnið fékk að bragða á henni en hann var sá ein,i því því miður hefði hún aldrei dugað ofaní alla munnana. Eldri stúlkurnar stráðu litlum gulum heilögum blómum yfir okkur öll og Samuel kynnti okkur formlega fyrir börnunum sem með aðdáun störðu á okkur. Með hjálp nýja hljóðkerfisins sem þau höfðu eignast sögðum við þeim frá Íslandi og öllu fólkinu heima sem væri að hugsa til þeirra og vildu hjálpa þeim að vaxa úr grasi og mennta sig. Við sögðum þeim frá lífinu á Íslandi og kulda og snjó. Svo steig einn strákur, sirka 4 ára, á sviðið og vildi endilega syngja fyrir okkur í míkrafóninn. Hann söng fjörugt indverskt lag þar sem öll hin börnin tóku undir í viðlaginu. Ég gleymi aldrei þessum strák eða söngnum. Enn í dag stend ég sjálfa mig vera að söngla þetta lag og þá rifjast allt svo auðveldlega upp fyrir mér. Svo vildu þau endilega að við mundum syngja fyrir sig sem og við gerðum svo undirtók í húsinu, við mikinn fögnuð barnanna sem alltaf vildu fá að heyra nýtt og nýtt lag. Sofðu unga ástin mín og jólasveinar einn og átta hafa ábyggilega aldrei lent í öðru eins!
Það er erfitt að standa fyrir framan 1500 munaðarlaus börn og segja þeim að einhver elski þau og það sé verið að hugsa til þeirra frá Íslandi, sem sum hver vita enn ekki hvar eða hvað er. Að horfa á 3000 stór og falleg munaðarlaus augu stara á sig með þvílíkri dýrkun og eftirvæntingu er upplifun sem erfitt er að lýsa. Tárin komu svo oft fram í augun á okkur, en sú hugsun að við séum að hjálpa til og bros barnanna sem fór ekki af þeim, lét þau hverfa aftur jafn óðum. Kvöldinu lauk svo með trúði og galdrakarli sem galdraði alla óhamingju í burtu og skemmti börnunum með ýmis konar brögðum og kúnstum og það var greinilegt að Samuel hafði gefið börnunum virkilegan dagamun þetta kvöld. Öll fóru þau skælbrosandi að sofa.
Daginn eftir fylgdumst við með því hvernig venjulegur dagur í lífi barnanna er. Hann er í stuttu máli svona: Þau vakna klukkan 8 á morgnana og fara þá öll í sturtu, en það er mikið lagt upp úr hreinlæti, og þau klædd í hrein föt og greidd. Hár yngri stúlknanna flétta hjálparkonurnar en eldri stúlkurnar flétta hvor aðra. Morgunmatur er borðaður á eftir því, og skólinn byrjar klukkan 10, alla daga nema sunnudaga sem er frídagur barnanna. Það eru margir bekkir, frá 1. bekk upp í 10. bekk, og er börnunum raðað niður eftir getu og aldri. Skólinn þeirra er viðurkenndur af indverska ríkinu og hafa börnin því gilt prófskírteini að skólagöngunni lokinni sem ekki allir skólar í Indlandi hafa. Þau stunda mörg fög eins og til dæmis Hindí, sem er opinbera málið í indlandi ásamt ensku, (en í Indlandi eru töluð 18 aðal tungumál) Telugu, tungan sem töluð er í héraðinu, ensku, stærðfræði, vísindi, samfélagsfræði og félagsfræði. Klukkan 12 er svo hádegishlé og skólanum lýkur klukkan hálf fimm. Þá hafa þau frían tíma fram að kvöldmat og einnig eftir kvöldmat. Svo fara allir að sofa klukkan 9.
Við fylgdumst með kennslunni í skólanum og gengum á milli skólastofanna sem eru opnar út, án glugga og hurða - bara undir þaki. Eldri börnin hafa skólaborð og stóla og það er krítartafla í hverri stofu. Skólabækurnar eru gamlar og slitnar en þjóna sínum tilgangi. Drengir og stúlkur sitja sitthvoru megin í stofunni af gömlum sið. Yngri börnin sitja á gólfinu og eiga hver sína litla krítartöflu og krít. Þau virtust öll hafa mikinn áhuga á að læra og það var greinilegt að engum leiddist. Kennsla fer mikið fram munnlega þar sem kennarinn talar um hlutina og börnin þylja mikið upp í kór. Voða mikið eins og hér heima, nema kannski að þakklætið að fá að læra skilar sér í áhuga og gleði.
Í hádeginu borðuðum við með börnunum í matsalnum þeirra og það var mjög gaman. Við sáum stærstu hrísgrjónapotta á hlóðum sem hægt er að ímynda sér, þeir voru á stærð við meðal heitan pott. Og alla vega 10 talsins. Það er borðað í 2-3 hollum og fær hvert barn heilt fjall af hrísgrjónum á diskinn sinn ásamt sósu og stundum grænmeti. Vatn er drukkið með, en fjögur til fimm börn drekka saman úr einu glasi því ekki er til nóg af glösum. Hjálpararnir stóðu sig eins og hetjur í skömmtuninni og allt gekk hratt og vel fyrir sig og börnin borðuðu ótrúlegt magn af grjónum eins og indverjum er lagið. Við, fullorðið fólkið, gátum ekki torgað helmingnum á við það sem krílin borðuðu. Það voru saddir og ánægðir krakkar sem gengu frá borðinu eftir matinn og þvoðu sér um hendurnar á meðan stáldiskarnir voru skolaðir fyrir næstu munna.
Þennan dag fengu börnin frí eftir hádegi í skólanum vegna heimsóknar okkar og var þeim öllum stillt upp á skólalóðinni fyrir myndatöku. Þau fengu jólagjöfina sína fyrirfram í tilefni komu okkar og myndatökunnar, en hvert barn fékk nýjan skólabúning. Þeir gömlu voru orðnir slitnir og alltaf hverfur eitthvað af fötum barnanna þegar fátækir vinir og ættingjar koma í heimsókn og sjá sér þann kostinn vænstan að fá eitthvað af fötum “lánuð” heim. Þarna stóðu svo þessi fyrirmyndabörn og nemendur í nýju skólabúningunum sínum með bros á vör og stilltu sér þæg og góð upp fyrir Ísland. Svo fengu þau frjálsan tíma fram að svefni. Stúlkurnar sofa saman á hæð og drengirnir saman. Hvert barn hefur sína strámottu til að sofa á á gólfinu og teppi til að breiða ofan á sig. Svo eiga allir sinn lítinn kistil þar sem þau geyma sína einka hluti. Ég kíkti inn í svefnálmur stúlknanna og þar voru sumar að biðja bænirnar sínar og aðrar að hjálpast að við að losa flétturnar fyrir svefninn. Enn aðrar voru sofnaðar og hjúfruðu sig þétt að hvor annari í svefni. Það er augljóst að börnin eru öll miklir vinir, enda hafa þau aðeins hvort annað.
Heimili litlu ljósanna er án efa heimili af Guðs náð. Andrúmsloftið er afar friðsælt og gott að öllu leyti. Samuel hefur tekist mjög vel að gefa börnunum gott heimili, heimili af öryggi og umhyggju, en það er það sem þessi litlu foreldralausu börn þurfa. Skipulagið á hlutunum er mjög gott, ólíkt því sem gengur og gerist á Indlandi, enda ekki annað hægt þegar um svona mörg börn er að ræða. Okkur var mjög vel tekið af litlu ljósunum og aðstandendum þeirra og það var greinilegt að hér hafa það allir eins og best er á kosið í stöðunni. Það kom okkur mikið á óvart hversu allt var hreint og fínt miðað við Indland - en þetta er jú lítið Ísland í Indlandi.
Þörfin er mikil á góðum stuðningi frá okkur Íslendingum. Þau stóla öll á okkur. Þau vantar til dæmis dýnur til að sofa á, stóla fyrir öll börnin og bækur á tómt bókasafnið sitt. Einnig er þörf á skóla hér á menntaskólastigi því börnin sem hér eru búin með 10. bekk eru oftast ekki tilbúin að fara út af heimilinu í skóla annars staðar. Draumurinn er að gera þennan stuðning við munaðarleysingjana að keðjuverkandi samstarfi. Þegar þau eru orðin fullorðin og búin að læra hér á heimilinu í skóla og á lífið, þá hjálpi þau næstu börnum. Þetta er allt á góðri leið, en það vantar alltaf fleiri styrktaraðila.
Í dag kostar það mig 2500 krónur á mánuði að styrkja Ramesh Vinukonda, 12 ára munaðarlausan dreng á Heimili litlu ljósanna. Við höfum styrkt hann núna í 5 ár eða frá því hann var 7 ára. Við fáum af og til senda mynd af honum ásamt einkunnum úr skólanum og myndir sem hann hefur teiknað. Í hverju bréfi skrifar hann að hann elski okkur. Þetta heitir að vera styrktarforeldrar og lætur okkur líða vel vitandi af því að við getum hjálpað aðeins til. Það skiptir allt máli hversu lítið sem það er. Maður hugsar sig ekki tvisvar um að fara í bíó og eyða í popp og kók og með því, - af hverju ættum við að hugsa okkur tvisvar um þetta?! Fyrir okkur sem Íslendinga er þetta ekki mikill peningur á mánuði, - en fyrir litlu ljósin er þetta líf.
Þau báðu kærar kveðjur frá Íslandi á Indlandi.
Vá - tilfinningin hellist alveg aftur yfir mig núna þegar ég les þetta 5 árum síðar. Eins og það hafi gerst í gær.
Comments:
Skrifa ummæli