<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 09, 2007

Walter vafrari 



Walter fékk fartölvuna og myndavélina í hendurnar í morgun. Hann var nú þegar búinn að fá regnjakkann sem fylgdi pakkanum og notað mikið, enda góðar gusurnar sem koma við og við, og hann alltaf á mótorhjólinu. Við eyddum morgninum í að láta allt dótaríið virka og þar kom Svenni tölvukall og himnasending sem er í heimsókn frá ráðuneytinu vel að notum. Walter var jú búið að hlakka til í meira en mánuð eftir að sjá drauminn rætast svo hann var eins og krakki í dótabúð með allt nýja góssið sitt að læra á græjurnar. Tölvan er ekki nýjasta nýtt en virkar vel og alls ekki svo svakalega hægt - miðað við Níka! Walter ætlaði að æfa sig heima á myndavélinni og taka nokkrar myndir af guttanum sínum. Við kannski fáum að sjá árangurinn von bráðar.

Fyrir þá sem vilja sjá Walter live er kallinn hér kominn til að þakka fyrir sig.
Sjálf vil ég sérstaklega þakka móður minni kærri sem lét nánast nýja digital myndavél í púkkið, Siggu Hönnu sem reddaði tölvunni frá Halla sem ég vil líka senda bestu þakkir, en hann tók hana frá börnunum sínum - sem ég er líka svakalega þakklát fyrir að sætta sig við missinn! Gunnar Trausti sölustjóri í Digital Task gaf okkur svo netkort þegar hann heyrði af málefninu frá Siggu Hönnu sem fór til að kaupa það og Alta gaf lengstu netsnúru í heimi. Já, kreditlistinn fyrir kappann er laaaangur - TAKK öll!

Og svo er önnur digital vél hér sem við fengum að heiman sem bíður eiganda síns og nokkrir tugir þúsunda sem fara í þarft málefni innan skamms.
Fyrir þá sem enn vilja vera með minni ég á reikningsnúmerið 0327-26-4770 kt. 0701732989. Ég sé til þess að hver einasta króna skili sér.

Við erum að skila okkar, það er engin spurning.
Nú hefur draumurinn hans Walters ræst og það er gaman að vera hluti af því. Þegar Walter fékk tölvuna í hendurnar handfjatlaði hann hana eins og gull og sagði "I can´t believe it´s old". Svo fór hann syngjandi glaður út í rigninguna og sagðist frekar ætla að nota regnjakkann utan um tölvuna og myndavélina heldur en sjálfan sig.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker