mánudagur, október 22, 2007
Nica - Costa Rica - Nica
Ég hitti engar skjaldbökur um helgina. Ekki frekar en einhver annar. Það er kannski bara eins gott að þær fái að vera í friði og verpa eggjunum sínum í stað þess að einhverjir forvitnir eins og við séum að trufla þær. Hvað þá allir þeir sem freistast til að stela eggjunum þeirra. Sökum svakalega rigninga var ófært á ströndina þar sem þær koma á land til að verpa. Lækurinn sem er vanalega smá spræna er orðinn að ófæru stórfljóti sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Svo við vorum ekki þau einu sem voru smá svekkt. Já, það rigndi svo til alla helgina. Menn og konur eru að verða vitlaus hér, enda enginn vitað aðrar eins rigningar í tugi ára. Qué pasa HOMBRE! er spurt og enginn er með svarið. Tugþúsundir manna eru heimilislausir í norðurhluta landsins sem hefur orðið einna verst úti í þessum rigningum. Þetta er ekki fellibylur, ekki tropical rainstorm heldur bara stöðugar massífar rigningar sem skolar vegum, brúm, heimilum og fólki í burtu, orsakar aurskriður og eyðileggur og drepur. Svo mér er svo sem alveg sama um einhverjar skjaldbökur. Ég get hvort eða er seint kallast dýravinur þótt þetta hefði vissulega verið áhugavert. Þið eruð þá væntanlega líka búin að sjá það fyrir að ég fékk ekki eina freknu þessa helgi. Rigningin smaug í gegnum allt... Þessu hlýtur að fara að ljúka!
Í rigningunni á laugardaginn ákváðum við að klára aðalmission ferðarinnar og "skreppa" yfir landamærin til Costa Rica - og tilbaka. Við lögðum snemma af stað og eins gott, því ÚFF. Þetta var sko ekki skrepp. Við fórum yfir landamærin og þurftum þá að byrja á því að skrá bæði okkur og bílinn út úr Nicaragua. Vorum send hingað og þangað eftir hinum og þessum pappírssneplunum, vel stimpluðum og undirskrifuðum af a.m.k. þremur aðilum sem voru líka hér og þar um svæðið. Þau hripuðu eitthvað merkilegt í þykku rúðustrikaðar bækurnar sínar sem enginn mun nokkru sinni getað flett einhverju vitrænu upp í. Eftir um klukkustundarráp hingað og þangað á landamærasvæðinu var ég búin að ná að skrá okkur út úr Nicaragua. Af hverju er svona mikið mál að komast út úr einu landi landleiðina? Ekki er þetta svona úti á velli! Alla vega, við tók að skrá okkur inn í Costa Rica og það var annað eins. Og þvílíku erfiðleikarnir að vera að fara á bíl með Nica númeri inn í Costa Rica. Við þurfum að fylla út pappíra eins og við værum að "flytja bílinn inn", sem er mér algjörlega óskiljanlegt af hverju. En maður gerir bara það sem manni er sagt að gera. Þetta var annar klukkari. Vera og Viggi biðu inni í bíl :S En mér tókst þetta, og þetta voru 2 tímar með því að greiða einhverjum strák sem bauð fram aðstoð sína í ringulreiðinni smotterís tips. Og þarna vorum við bara komin út úr Nica og inn í Costa Rica, og missionið ekki completed, því okkur vantaði jú að skrá okkur aftur inn í Nica til að fá nýtt túristavisa fyrir Veru, það var að renna út, er bara 90 dagar. Við ákváðum að nenna ekki meiru alveg strax og keyrðum inn í landið. Keyrðum í um klukkutíma og já, þetta var sko annað land.
Ég upplifði Costa Rica sem allt öðruvísi en Nicaragua í þá 3 tíma sem á náði að vera þar. Landslagið var þó alveg eins: Sömu grænu hæðirnar og ströndin var eins. Maður tók samt strax eftir því að það var eitthvað hreinna og skipulagðara. Það voru skilti sem sögðu manni reglulega að maður væri á réttri leið og allt var vel merkt. Ekki í Nica, nono. Rafmagnsstaurarnir voru steyptir og stóðu beinir, ekki hálffúnir og skakkir eins og í Nica. Rafmagnsvírarnir voru meira að segja strekktir! Við sáum svo ennfrekar að við vorum í öðru landi þegar við renndum inn í fyrsta smábæinn, Liberia. Þar var moll og fullt af fínum skyndibitastöðum. Í svona bæ í Nica gæti maður í í mesta lagi fundið sér sjálfdauðan brasaðan kjúkling að borða í fáförnu lókal mötuneyti, tja, eða bara grænmeti á markaðnum. Við renndum lengra, forvitin að vita hvort það rigndi líka á Costa ríkískum ströndum. Og já, það var rigning og ströndin og víkin var nánast nákvæmlega eins og San Juan del Sur þar sem við gistum í Nica. Fyndið. Alveg eins nema fullt af hvítum túristum! Það sér maður ekki í Nica. Fullt af venjulegum túristum í vel pressuðum stuttbuxum og stuttermaskyrtum og nóg af fínum hótelum sem þót voru ekki enn klædd að utan með speglagleri. Og svo voru vestræn looking kaffihús og ef mér skjátlast ekki að hafa séð matseðil fyrir utan eitt kaffihúsið á þýsku... Þetta er fyrsta ströndin eftir landamærin og sú sem er lengst í burtu frá San José, höfuðborg Costa Rica, en samt var matseðillinn á þýsku - geri aðrir betur. Og allir töluðu ensku. Í San Juan del Sur (sem þó er aðaltúristaströndin í Nica) tala kannski 3 ensku - og það er ekki sjéns að þú hittir á þá. Spænska er það eina sem virkar í öllu landinu. Í Costa Rica svissaði ég yfir í enskuna, eða tja, reyndi það, spænskan kom reyndar svo automatískt að ég átti erfitt með það hrós hrós hehe! Það sem gerði svo út um samaburðinn var markaður sem við römbuðum inn á á þessari strönd. Það var eiginlega hrikalegt. Svona túristadrasl í öllum regnboganslitum, það sama og ég sá á Spáni þegar ég var 10 ára, það sama og ég sá á strönd í Tælandi fyrir nokkrum árum og það sama og ég sá á Krít í hitteðfyrra! Sá sem framleiðir þetta er snillingur í markaðssetningu! Allt það sama, bara merkt mismunandi löndum. Og þegar maður sér sama skeljahálsmenið liggjandi í bunka með 500 öðrum þá bara langar manni ekki í það... Nei, þetta er ekki til í Nicaragua. Enda kannski engir túristar sem koma í beinu flugi frá Evrópu til að kaupa svona dót. Sem betur fer. Í San Juan del Sur eru einn og einn bakpokaferðalangur og svo nokkrir gringos að sörfa.
Ég fíla Nicaragua. Ég fíla orginalið sem er ennþá hérna. Við erum ekki drukknuð í túrisma þótt landið mætti vissulega fá inn tekjur af túrisma. Það kann að vera leiðigjarnt að borða brasaða kjúklingabringu og platanos en mig langar heldur ekki í Burger King á Nicaraguanskri strönd. Það er stemmningskiller.
Svo beisikklí var Costa Rica ekki sú paradís sem ég hélt, en ætli ég sé nokkuð dómbær á þetta. Costa Rica er ábyggilega paradís, þetta fer jú allt eftir því hverju þú ert að leita. Ég held auðvitað með Nica í einu og öllu og sá bara snefil af Costa Rica. Ströndin sem við fórum á hét Playa Hermosa, og jújú, hún var vissulega hermosa (falleg) - en Nica bara fallegri.
Mér fannst auðveldara að skrá mig aftur inn í landið, þótt það væri nákvæmlega sami prósessinn í sömu löngu röðinni og kaosinni. Það var bara gott að vera kominn heim.
Í rigningunni á laugardaginn ákváðum við að klára aðalmission ferðarinnar og "skreppa" yfir landamærin til Costa Rica - og tilbaka. Við lögðum snemma af stað og eins gott, því ÚFF. Þetta var sko ekki skrepp. Við fórum yfir landamærin og þurftum þá að byrja á því að skrá bæði okkur og bílinn út úr Nicaragua. Vorum send hingað og þangað eftir hinum og þessum pappírssneplunum, vel stimpluðum og undirskrifuðum af a.m.k. þremur aðilum sem voru líka hér og þar um svæðið. Þau hripuðu eitthvað merkilegt í þykku rúðustrikaðar bækurnar sínar sem enginn mun nokkru sinni getað flett einhverju vitrænu upp í. Eftir um klukkustundarráp hingað og þangað á landamærasvæðinu var ég búin að ná að skrá okkur út úr Nicaragua. Af hverju er svona mikið mál að komast út úr einu landi landleiðina? Ekki er þetta svona úti á velli! Alla vega, við tók að skrá okkur inn í Costa Rica og það var annað eins. Og þvílíku erfiðleikarnir að vera að fara á bíl með Nica númeri inn í Costa Rica. Við þurfum að fylla út pappíra eins og við værum að "flytja bílinn inn", sem er mér algjörlega óskiljanlegt af hverju. En maður gerir bara það sem manni er sagt að gera. Þetta var annar klukkari. Vera og Viggi biðu inni í bíl :S En mér tókst þetta, og þetta voru 2 tímar með því að greiða einhverjum strák sem bauð fram aðstoð sína í ringulreiðinni smotterís tips. Og þarna vorum við bara komin út úr Nica og inn í Costa Rica, og missionið ekki completed, því okkur vantaði jú að skrá okkur aftur inn í Nica til að fá nýtt túristavisa fyrir Veru, það var að renna út, er bara 90 dagar. Við ákváðum að nenna ekki meiru alveg strax og keyrðum inn í landið. Keyrðum í um klukkutíma og já, þetta var sko annað land.
Ég upplifði Costa Rica sem allt öðruvísi en Nicaragua í þá 3 tíma sem á náði að vera þar. Landslagið var þó alveg eins: Sömu grænu hæðirnar og ströndin var eins. Maður tók samt strax eftir því að það var eitthvað hreinna og skipulagðara. Það voru skilti sem sögðu manni reglulega að maður væri á réttri leið og allt var vel merkt. Ekki í Nica, nono. Rafmagnsstaurarnir voru steyptir og stóðu beinir, ekki hálffúnir og skakkir eins og í Nica. Rafmagnsvírarnir voru meira að segja strekktir! Við sáum svo ennfrekar að við vorum í öðru landi þegar við renndum inn í fyrsta smábæinn, Liberia. Þar var moll og fullt af fínum skyndibitastöðum. Í svona bæ í Nica gæti maður í í mesta lagi fundið sér sjálfdauðan brasaðan kjúkling að borða í fáförnu lókal mötuneyti, tja, eða bara grænmeti á markaðnum. Við renndum lengra, forvitin að vita hvort það rigndi líka á Costa ríkískum ströndum. Og já, það var rigning og ströndin og víkin var nánast nákvæmlega eins og San Juan del Sur þar sem við gistum í Nica. Fyndið. Alveg eins nema fullt af hvítum túristum! Það sér maður ekki í Nica. Fullt af venjulegum túristum í vel pressuðum stuttbuxum og stuttermaskyrtum og nóg af fínum hótelum sem þót voru ekki enn klædd að utan með speglagleri. Og svo voru vestræn looking kaffihús og ef mér skjátlast ekki að hafa séð matseðil fyrir utan eitt kaffihúsið á þýsku... Þetta er fyrsta ströndin eftir landamærin og sú sem er lengst í burtu frá San José, höfuðborg Costa Rica, en samt var matseðillinn á þýsku - geri aðrir betur. Og allir töluðu ensku. Í San Juan del Sur (sem þó er aðaltúristaströndin í Nica) tala kannski 3 ensku - og það er ekki sjéns að þú hittir á þá. Spænska er það eina sem virkar í öllu landinu. Í Costa Rica svissaði ég yfir í enskuna, eða tja, reyndi það, spænskan kom reyndar svo automatískt að ég átti erfitt með það hrós hrós hehe! Það sem gerði svo út um samaburðinn var markaður sem við römbuðum inn á á þessari strönd. Það var eiginlega hrikalegt. Svona túristadrasl í öllum regnboganslitum, það sama og ég sá á Spáni þegar ég var 10 ára, það sama og ég sá á strönd í Tælandi fyrir nokkrum árum og það sama og ég sá á Krít í hitteðfyrra! Sá sem framleiðir þetta er snillingur í markaðssetningu! Allt það sama, bara merkt mismunandi löndum. Og þegar maður sér sama skeljahálsmenið liggjandi í bunka með 500 öðrum þá bara langar manni ekki í það... Nei, þetta er ekki til í Nicaragua. Enda kannski engir túristar sem koma í beinu flugi frá Evrópu til að kaupa svona dót. Sem betur fer. Í San Juan del Sur eru einn og einn bakpokaferðalangur og svo nokkrir gringos að sörfa.
Ég fíla Nicaragua. Ég fíla orginalið sem er ennþá hérna. Við erum ekki drukknuð í túrisma þótt landið mætti vissulega fá inn tekjur af túrisma. Það kann að vera leiðigjarnt að borða brasaða kjúklingabringu og platanos en mig langar heldur ekki í Burger King á Nicaraguanskri strönd. Það er stemmningskiller.
Svo beisikklí var Costa Rica ekki sú paradís sem ég hélt, en ætli ég sé nokkuð dómbær á þetta. Costa Rica er ábyggilega paradís, þetta fer jú allt eftir því hverju þú ert að leita. Ég held auðvitað með Nica í einu og öllu og sá bara snefil af Costa Rica. Ströndin sem við fórum á hét Playa Hermosa, og jújú, hún var vissulega hermosa (falleg) - en Nica bara fallegri.
Mér fannst auðveldara að skrá mig aftur inn í landið, þótt það væri nákvæmlega sami prósessinn í sömu löngu röðinni og kaosinni. Það var bara gott að vera kominn heim.
Comments:
Skrifa ummæli