fimmtudagur, október 11, 2007
Hjálparvatn
Við keyrðum að Laguna de Apoyo um daginn en það er vatn sem er ofan í stórum eldfjallagíg. Vatnið var heitt og notalegt þar sem það er ennþá hiti í eldfjallinu. Lonely planet sagði mér að stinga mér ofan í og upplifa "swim of your life" en ég er svo mikil skræfa að ég þorði því ekki. Lét táslubusl duga. En umhverfið var stórkostlegt og líka heimsóknin sem við fórum í á leiðinni heim. Það var í annað sinn sem ég heimsótti þetta fólk, en í það fyrsta var það í eins ferð í ágúst með Betu og Veru. Á heimleiðinni þá sá ég gamlan krúttlega krumpaðan mann við vegakantinn og stoppaði til að forvitnast og fá að taka nokkrar myndir. Við spjölluðum dálítið um lífið í sveitinni og hann hreifst það mikið af Tevunum mínum að ég var næstum því búin að gefa honum þær. Ég tók nokkrar myndir og lofaði að koma aftur með þær útprentaðar til þeirra. Og í þessari ferð var loforðið uppfyllt og nú með Vigga og Veru. Ég tók auðvitað nokkrar fleiri myndir sem skyldar mig jú til að koma aftur...
Útsýnið er flott
við fórum með Betu í fyrri ferðina - ooo que guapa!
gamli Silva
Vera og hænurnar
Svínið skoðað, en það verður borðað þann 24. desember nk.
húsfreyjan vinnur á markaðnum í Masaya að selja grænmeti og ávexti, reyndar ekki sem hún ræktar sjálf heldur aðkeypt að norðan
Vera og hænurnar
Svínið skoðað, en það verður borðað þann 24. desember nk.
húsfreyjan vinnur á markaðnum í Masaya að selja grænmeti og ávexti, reyndar ekki sem hún ræktar sjálf heldur aðkeypt að norðan
gamla amman týndi síðustu mangóin af trénu handa okkur sem Eunise bjó svo til dýrindis safa úr
eldhúsið
og svo hópmynd - ég veit að ég er stór, en þau eru samt mjög lítil líka!
Comments:
Skrifa ummæli