<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 11, 2007

Cowboys í Camoapa 

Kúrekatízkan er allsráðandi hér í Nicaragua. Sér í lagi ef maður fer út fyrir borgina og hvað þá ef það er festival í gangi. Þröngar galló, kúrekastígvél og kúrekahattur er algjör nauðsyn til að vera inn. Og auðvitað hestur ef þú átt. Múlasni dugar samt líka.

Þið skiljið mig þá þegar þið sjáið mig heima á Íslandi í desember í múnderingunni, ég fíla þetta! Held meira að segja að ég ætli að kaupa mér þriðju stígvélin um komandi helgi...

Ég fór í vinnudagsferð í síðustu viku í sveitina til Camoapa. Það var festival í gangi og mikið mannlíf á götum úti. Oh, það gefur manni svo mikið að hitta óvænt á svona stuð.


Hestar eru stór hluti af fjörinu í Nicaragua





þessir tsöfarar vildu láta smella mynd af sér - sjálfsagt!


kúrekahattar til sölu - þessir eru ódýrir úr plasti, en bíttar ekki, það verða allir að eiga einn, fátækur eða ríkur



þessi kábbojstígvél eru úr plasti en seljast grimmt



að passa hestinn



það er alltaf nóg af mat út um allt (misgirnilegum samt)


prik er líka leikfang

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker