<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 25, 2007

Vera 3,2 ára 

Vera á sitt mánaðarlega afmæli í dag og er nú orðin þriggja ára og tveggja mánaða. Nákvæmlega og ákkúrat. Ég hef svo sem ekkert nýtt að segja af dömunni nema að hún er að standa sig svakalega vel hér úti í Níka. Reyndar vill hún nú stundum ekki fara á leikskólann og finnst augljóslega erfitt að skilja ekki neinn og vera ekki skilin - þar sem hún þarf jú að tjá sig mikið um allt og ekkert (=talar nonstop!). Þegar hún vælir á morgnanna um að vilja ekki fara í skólann og við segjum að hún verði að fara, byrjar hún að díla og skvíla við foreldra sína. Út úr samningaviðræðum gærdagsins fékk hún til dæmis súkkulaðiKinderEgg, að fara í bleika fiskatækið í mollinu og horfa á heila mynd í DVD þegar hún kæmi heim úr skólanum - fyrir það eitt að fara í skólann. Við reynum en hún er orðin ansi klók! Ok, við erum orðin nokkuð svag...

Svo er hún bara alltaf í sundi með pabba sínum en það er uppáhaldsstaðurinn hennar hér úti. Svalt og skemmtilegt.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker