miðvikudagur, september 26, 2007
Öryggið mitt
Það er eitt starf hér í Nicaragua sem ég get ekki hætt að pæla í.
Það er starf öryggisvarðar.
Hér er allt morandi í öryggisvörðum, einkennisklæddum með risariffla á bakinu. Þeir eru við öll betri einkaheimili, við allar verslanir og meira að segja úti á almenningsbílastæðum hér og þar í borginni. Þeir standa eða sitja gjörsamlega aðgerðarlausir við hlið og dyr á húsum og verslunum, svitnandi í sólinni sallarólegir. Hlutverk þeirra er að gæta, passa, opna dyr og búið. Sumir eru heppnir og fá að skrá niður alla bíla sem koma á bílastæðið eða að ákveðinni byggingu. Þeir hafa sem sagt ekkert að gera! Flestir vinna verðirnir 24 tíma vaktir og maður sér þá marga berjast við að sofna ekki. Eða hreinlega bara ganga ekki af göflunum og fara að skjóta á alla í kringum sig. Eða sjálfan sig. Eða ég ímynda mér það alla vega. Ég vorkenni hverjum einasta sveitta aðgerðarlausa aumingjans verði sem ég sé og auðvitað mest þeim sem situr og opnar fyrir mér hliðið í vinnunni og að botnlanganum heim til mín. Þeir heilsa alltaf hressir (ábyggilega hluti af starfslýsingunni þeirra) og sumir reyna að brydda upp á samræðum. Úti á götu flautar hver einasti vörður á eftir mér og kallar mig amorecituna sína og guapa chella (fallega hvíta! - og ég sem er orðin svo brún) . Einstaka vörð sé ég lullast við að sópa nokkur lauf sem fuku sem betur fer af trénu og enn aðrir á bílastæðum opna fyrir mann dyrnar ásamt því að hjálpa mér að bakka út úr stæði með bendingum og flauti í flautu. Eins og ég þurfi þess.
Ætli þetta kallist ekki þjónusta en mér finnst þetta svo mikill óþarfi. Og hver er að passa hvern og fyrir hverju? Managua er víst mjög örugg borg miðað við aðrar í Rómönsku Ameríku. Kannski er það af því verðirnir eru að vinna gott starf, en ég held samt ekki. Hér eru vissulega glæpir og kannski ef þeir væru ekki væri búið að ræna mig á einhverju bílastæðinu eða í hraðbankanum. Það er gott að vita af vörðunum en samt held ég að þeir kunni fæstir á byssurnar sínar.
Verðirnir mínir hér heima eru reyndar hvorki í búning né með byssur og eru í raun bara aumir hliðarverðir. Þeir eiga að passa að enginn nema íbúar komi inn götuna og er það vel. En úff hvað mig verkjar í hjartað í hvert sinn sem þeir opna fyrir mér. Á milli þess sem þeir opna húka þeir svo í 2 fm kofa með rifinn stól og svarthvítt sjónvarp fyrir sápurnar. Þeir taka ruslið mitt og bjóðast til að þrífa bílinn minn fyrir 150 ísk. sem er ágæt viðbót við annars skítlegt kaupið sem er varla meira en 100 dollarar á mánuði.
Víst er betra að hafa starf en ekki starf, en ég væri svo gjörsamlega gengin af göflunum af aðgerðarleysi að ég get bara varla hugsað þetta... Djö standa þeir sig vel.
Það er starf öryggisvarðar.
Hér er allt morandi í öryggisvörðum, einkennisklæddum með risariffla á bakinu. Þeir eru við öll betri einkaheimili, við allar verslanir og meira að segja úti á almenningsbílastæðum hér og þar í borginni. Þeir standa eða sitja gjörsamlega aðgerðarlausir við hlið og dyr á húsum og verslunum, svitnandi í sólinni sallarólegir. Hlutverk þeirra er að gæta, passa, opna dyr og búið. Sumir eru heppnir og fá að skrá niður alla bíla sem koma á bílastæðið eða að ákveðinni byggingu. Þeir hafa sem sagt ekkert að gera! Flestir vinna verðirnir 24 tíma vaktir og maður sér þá marga berjast við að sofna ekki. Eða hreinlega bara ganga ekki af göflunum og fara að skjóta á alla í kringum sig. Eða sjálfan sig. Eða ég ímynda mér það alla vega. Ég vorkenni hverjum einasta sveitta aðgerðarlausa aumingjans verði sem ég sé og auðvitað mest þeim sem situr og opnar fyrir mér hliðið í vinnunni og að botnlanganum heim til mín. Þeir heilsa alltaf hressir (ábyggilega hluti af starfslýsingunni þeirra) og sumir reyna að brydda upp á samræðum. Úti á götu flautar hver einasti vörður á eftir mér og kallar mig amorecituna sína og guapa chella (fallega hvíta! - og ég sem er orðin svo brún) . Einstaka vörð sé ég lullast við að sópa nokkur lauf sem fuku sem betur fer af trénu og enn aðrir á bílastæðum opna fyrir mann dyrnar ásamt því að hjálpa mér að bakka út úr stæði með bendingum og flauti í flautu. Eins og ég þurfi þess.
Ætli þetta kallist ekki þjónusta en mér finnst þetta svo mikill óþarfi. Og hver er að passa hvern og fyrir hverju? Managua er víst mjög örugg borg miðað við aðrar í Rómönsku Ameríku. Kannski er það af því verðirnir eru að vinna gott starf, en ég held samt ekki. Hér eru vissulega glæpir og kannski ef þeir væru ekki væri búið að ræna mig á einhverju bílastæðinu eða í hraðbankanum. Það er gott að vita af vörðunum en samt held ég að þeir kunni fæstir á byssurnar sínar.
Verðirnir mínir hér heima eru reyndar hvorki í búning né með byssur og eru í raun bara aumir hliðarverðir. Þeir eiga að passa að enginn nema íbúar komi inn götuna og er það vel. En úff hvað mig verkjar í hjartað í hvert sinn sem þeir opna fyrir mér. Á milli þess sem þeir opna húka þeir svo í 2 fm kofa með rifinn stól og svarthvítt sjónvarp fyrir sápurnar. Þeir taka ruslið mitt og bjóðast til að þrífa bílinn minn fyrir 150 ísk. sem er ágæt viðbót við annars skítlegt kaupið sem er varla meira en 100 dollarar á mánuði.
Víst er betra að hafa starf en ekki starf, en ég væri svo gjörsamlega gengin af göflunum af aðgerðarleysi að ég get bara varla hugsað þetta... Djö standa þeir sig vel.
Comments:
Skrifa ummæli