<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 25, 2007

Að vanta mánuð í þriggja 

Vera er 2 ára og 11 mánaða í dag.


Ég þarf náttlega ekki að nefna hvað hún er æðisleg og dugleg dama.
Hún er þessa dagana vægast sagt mjög áhugasöm um stafina og kann þá allflesta og veit hver á hvaða staf. Hún sér stafi út um allt í umhverfinu og er sífellt segjandi mér hvaða stafi hún sér ef hún sér stafi á húsum, búðum eða bolum. Leikskólakennarinn hennar segir hana mjög fljóta að læra stafina og hún hefði aðeins einu sinni á 15 ára ferli séð stúlku á þessum aldri kunna stafrófið og skrifa nafnið sitt sjálf. Þetta fær hún pottþétt frá mömmunni.

Önnur áhugamál eru t.d. að fara í feluleik, veiðikonuleik, hundaleik, kennaraleik, hoppa á einum fæti, húlla hopp, blása sápukúlur og fara í kyssu- og knúsuleik. Vera er knúsudýr - sem betur fer!
Vera sagði mér áðan að í dag hafi hún verið að leira. Ég spurði hana hvað hún hafi leirað. "Kirkjubæjarklaustur" var svarið.
Vera veit að breytingar eru í vændum. Hún segir öllum að hún sé bráðum að fara að flytja í nýtt hús sem heiti Nicaragua og það þurfi að fara í þrjár flugvélar til að komast þangað!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker