mánudagur, júní 11, 2007
Óréttlætið í ævintýrinu
Það er göfugt að gefa af sér og hjálpa öðrum. Fallegt og gott, yfirleitt bæði fyrir þiggjanda og veitanda. Ég hef áður á síðum þessa bloggs talað um athöfnina að gefa og hina hreinu gjöf og hvort hún sé til eða hvað. Margir segja að hrein gjöf sé ekki til þar sem sá sem gefur fái alltaf alla vega vellíðunartilfinningu fyrir það sem hann gerði gott eða gaf, og því sé gjöfin aldrei hrein - hann fái alltaf eitthvað í staðinn og sé því í raun að gefa sjálfs síns vegna. Ekki einu sinni móðir að fæða barn sitt er hrein gjöf að mati marga mannfræðigúrúa.
Ég er á leið lengst til Mið-Ameríku til að gefa af mér. Leggja mitt af mörkunum til að öðrum líði kannski örlítið betur og öðlist jafnvel eilítið betri lífsgæði í hvaða mynd sem það birtist. Þróunarsamvinna, með áherslu á samvinnu, verður verkefni mitt og vonandi kemur eitthvað gott út úr því. Hvort sem ég verð á vettvangi, safnandi gögnum, sitjandi fundi eða skrifandi skýrslur. Áhuginn á þróunarsamvinnu (maður á víst síður að tala um þróunarhjálp í dag) hefur alltaf brunnið (eitt fyrsta bloggið mitt var t.d. um hjálparstarf í okt. 2003) og sú tilfinning að geta gefið af sér til alla vega skárri heims verið til staðar. Þetta hefur eitthvað með að hjálpa litla manninum eins og mannfræðin leggur upp úr. Jafnrétti, virðing, umburðarlyndi og öll hin fallegu hugtökin sem við kunnum svo vel.
Samt verð ég að segja að það er eitthvað smá skrýtið við að fara alla leið yfir hálfan hnöttinn til að vinna að þessum tilfinningum. Skrýtið að vera að fara að rækta annarra manna órækt og vanlíðan þegar það er jafnvel nóg af henni hér í kringum mann. Á Íslandi, í fjölskyldunni, meðal vina. Maður reynir að tækla það jafn óðum en ætli það verði samt ekki seint að atvinnu manns að vera sálfræðingur, planari, peppari og allt þar á milli til að öllum líði sem best hér.
En ævintýramennskan kallar sterkt og þörfin er vissulega í Nicaragua, fátækasta ríki Ameríku. Og auðvitað er ég líka að hugsa bara um sjálfa mig en ekki aðeins það að bjarga heiminum þegar ég tek þessa ákvörðun að fara út. Og ég geri vissulega mitt besta í því starfi sem mér er sett þótt árangurinn af ævintýravinnunni verði líklega seint mælanlegur. En ég ætla að tækla þetta bæði þar og hér - guði sé lof fyrir Skype og webcam.
Ég er á leið lengst til Mið-Ameríku til að gefa af mér. Leggja mitt af mörkunum til að öðrum líði kannski örlítið betur og öðlist jafnvel eilítið betri lífsgæði í hvaða mynd sem það birtist. Þróunarsamvinna, með áherslu á samvinnu, verður verkefni mitt og vonandi kemur eitthvað gott út úr því. Hvort sem ég verð á vettvangi, safnandi gögnum, sitjandi fundi eða skrifandi skýrslur. Áhuginn á þróunarsamvinnu (maður á víst síður að tala um þróunarhjálp í dag) hefur alltaf brunnið (eitt fyrsta bloggið mitt var t.d. um hjálparstarf í okt. 2003) og sú tilfinning að geta gefið af sér til alla vega skárri heims verið til staðar. Þetta hefur eitthvað með að hjálpa litla manninum eins og mannfræðin leggur upp úr. Jafnrétti, virðing, umburðarlyndi og öll hin fallegu hugtökin sem við kunnum svo vel.
Samt verð ég að segja að það er eitthvað smá skrýtið við að fara alla leið yfir hálfan hnöttinn til að vinna að þessum tilfinningum. Skrýtið að vera að fara að rækta annarra manna órækt og vanlíðan þegar það er jafnvel nóg af henni hér í kringum mann. Á Íslandi, í fjölskyldunni, meðal vina. Maður reynir að tækla það jafn óðum en ætli það verði samt ekki seint að atvinnu manns að vera sálfræðingur, planari, peppari og allt þar á milli til að öllum líði sem best hér.
Óréttlætið segir líka að ég geti líka verið hér heima næstu mánuðina og t.d. sinnt og aðstoðað mömmu mína sem nýlega greindist með krabbamein. Hún er single, mikil félagsvera og má samt ekki hitta fólk vegna þess að lyfin bæla niður ónæmiskerfið og það er svo hættulegt. Má ekki fara út í sólina, ekki í margmenni, og bara helst ekki gera neitt. Sem er vissulega erfitt. Ég gæti unnið gott og þarft móralskt starf þar með því að stytta henni stundirnar og gefa henni andlegan kraft næstu 6 mánuði á meðan baráttan stendur yfir. En mamma er samt stuðningsmaður minn no. 1 og myndi aldrei vilja að ég yrði af tækifærinu þrátt fyrir aðstæðurnar.
En ævintýramennskan kallar sterkt og þörfin er vissulega í Nicaragua, fátækasta ríki Ameríku. Og auðvitað er ég líka að hugsa bara um sjálfa mig en ekki aðeins það að bjarga heiminum þegar ég tek þessa ákvörðun að fara út. Og ég geri vissulega mitt besta í því starfi sem mér er sett þótt árangurinn af ævintýravinnunni verði líklega seint mælanlegur. En ég ætla að tækla þetta bæði þar og hér - guði sé lof fyrir Skype og webcam.
Comments:
Skrifa ummæli