<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 01, 2007

Keppnis ég 

Fyrsta 10 km KEPPNIShlaupið mitt er á eftir. Olís og Fjölnir ætla að gefa mér súkkulaði og gulan stuttermabol þegar ég kem í mark. Þ.e. ef ég kemst í mark. Elskulegur hlaupafélagi minn sem var að peppa mig upp í sálfræðitíma fyrir þetta hlaup benti mér á að taka bara kreditkortið með og húkka taxa á miðri leið ef ég vildi láta mig hverfa í miðju hlaupi. Mér fannst það ágætis hvatning og ákvað að hella mér bara út í ruglið. Ég hef ekki keppt í íþrótt síðan ég var 17 ára og þá var ég í sundbol.

Sko, ef ég næ ekki markmiðinu mínu, sem ég segi auðvitað ekki frá fyrr en eftir hlaupið, þá var það af því að...

...ég var í gamla ljóta óþægilega hlaupagallanum mínum, var í gömlu hlaupaskónum, með leiðinlega tónlist í eyrunum, Lundúnar- og flugþreytu í fótum, illa étin, með mojito og bjór í æðum og langaði í alvörunni ekkert sérlega mikið í gulan Olísbol.

En ef ég næ markmiðinu mínu þá var það af því að...

...ég var í nýja flotta hlaupagallanum mínum, í nýju hlaupaskónum mínum, með Gusgus í eyrunum, langaði virkilega í súkkulaði, búin að æfa þokkalega, fékk lánað pró hlaupaúr og er KEPPNIS muniði.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker