<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Landsbankinn og ég 

Ég er ekki í Landsbankanum en bankanum hefur samt tvívegis tekist að græta mig! Já, peningar eru ekkert grín. Nei, bara grín.

Í fyrra skiptið var ég ólétt og kjökraði snortin yfir Landsbankaauglýsingu í sjónvarpinu sem fjallaði um Ísland og Íslendinga á greinilega svona líka hjartnæman hátt. Ég var yfir höfuð alls ekki sensó á óléttunni en Landsbankanum tókst þetta nú samt og ég man að ég hugsaði með mér að nú væri ég að verða geðveik. Svo tók ég mér tak en fæ samt ennþá gæsahúð þegar þessi auglýsing rúllar í gegn af og til.

Í gærkvöldi las ég svo bækling frá Landsbankanum sem mér barst inn um lúguna. Hann snýst um að leggja góðu málefni lið og segir raunasögur ýmissa veikra einstaklinga. Býður manni svo í kjölfarið að styrkja gott málefni og leggja hinum og þessum samtökunum lið. Ég var svona að fá mér kvöldsnarlið mitt, seríós með rúsínum, þegar ég greip þennan blöðung og byrjaði að fletta. Fyrr en varði var ég svo bara hágrenjandi og hafði gleymt að borða seríósið sem var orðið lint og maukað. Og mig langaði að gefa öllum samtökunum 75 alla peningana mína. Það er meira hvað ég er eitthvað svag fyrir markaðsefni Landsbankans. SnöktiSnökt. Markaðsfræðin gjörsamlega að éta mig lifandi þarna! Og ég læt glöð gleypast þótt ég þykist nú vita sitthvað um fræðin og hrærist sjálf í útpældum aðferðum við að veiða kúnna og snerta taugar.

Næsta spurning er svo bara hvort Kaupþing sé jafnvel of hardcore fyrir grenjuskjóðuna mig.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker