<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 25, 2007

Veruafmæli 

Í dag er 25. mars og þá eru nákvæmlega 2 ár og 8 mánuðir síðan ég barðist við að koma dömunni í heiminn. Til hamingju með það Erla - takk. Og Vera með aldurinn og þroskann auðvitað.

Vera er auðvitað alltaf jafn æðisleg. Ég dýrka þetta barn, þótt ég kunni nú líka alveg að kveina hátt og lágt yfir ýmsu sem móðurhlutverkinu fylgir. En það er gaman að fylgjast með litla snillingnum mínum. Uppáhaldsleikirnir núna eru hlutverkaleikir. Ég er frænkan og hún er mamman og hún er að fara í vinnuna og kemur með litlu baby born í pössun til mín, frænkunnar. Svo hleður hún utan á sig töskum eins og mamman gerir í alvörunni á hverjum morgni (la.m.k.leikskólataskan, tölvan, íþróttataskan, veskið og Veran) og fer í vinnuna. Svo kemur hún að sækja og spyr hvort litla baby born hafi nú ekki verið góð. Eins er hún oft úlfur eða risaeðla og setur mig í hlutverk einhvers dýrs líka. Svo þarf hún að komast yfir krókódílavatnið og ég veit ekki hvað og hvað. Að fara í feluleik og eltingaleik er líka í uppáhaldi núna. Sem sagt, hún vill láta leika við sig. Er ekki mikið að dunda sér ein þessa dagana eftir leikskólann. Er ætíð að stinga upp á þessum frábæru leikjum við okkur foreldrana og skilur svo ekkert í því þegar ég segist ekki nenna því.

Vera er orðin altalandi og segir náttlega milljón fyndna hluti á dag.
Nokkrir molar sem ég man í fljótu undanfarið eru:

"Heyrðu mamma, ég verð að segja þér soldið, þú ert með svo falleg augu og svo fallegar tásur."
"Bryndís segir alltaf píka og sóllilja pjása og ég segi búbba."
"Pabbi minn er með stórt typpi en anton karl er með lítið typpi."
"Ohhh mamma, þú ert með svo stór brjóst!"

Vera er nú loks aftur orðin duglegri að fara að sofa, en aðeins ef hún fær að sofna inni í rúmi foreldranna. Annað er barátta í 2 tíma og ég ákvað á endanum bara að tapa henni og kaupa mér frið.

Hér má heyra Veruna syngja Abbalabbalá í baði um daginn, og hér lum litla kassa - ég rétt náði smá bútum á vélina, en minnið var fullt. Og þið vitið hvernig youtube virkar - það hökktir oft í fyrstu og þá er um að gera að láta vídjóið bara rúlla einu sinni í gegn á mute á meðan þið gerið eitthvað annað. Svo bara ýta strax aftur á play og þá á þetta að ganga.

Vera í nýja prinsessunáttkjólnum sínum

Vera veit að þegar hún verður 3 ára mun hún þurfa að gefa dýrunum í Húsdýragarðinum og þá sérstaklega selunum allar duddurnar sínar. Hér er daman að undirbúa sig (og móðirin sýpur hveljur við tilhugsunina)

Uppáhaldið hennar Veru er rauð papríka...

Það er ekki hægt að skúra heima án þess að Vera aðstoði okkur ötullega
Þetta eru teikningarnar hennar Veru þessa dagana. Hér á myndinni má sjá snjó (punktarnir) og smá rigningu (krotið) og litla sól. Svo er stór sól utan um þetta allt (lýsing skv. Veru).

Á þessari mynd má samkvæmt Veru sjá græna mömmusól, rauða pabbasól og svo litla Verusól inni í miðjunni.
Go Vera Víglunds.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker