<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 18, 2007

Helgarsagan 

Á meðan mamman rífst yfir hápólitískum málum í blöðunum gengur lífið sinn vanagang hjá litlum verum sem bara elska helgarfríið sitt og njóta lífsins áhyggjulaus um mengað álverslíf í framtíðinni. Sem betur fer. Mömmur eru víst til þess að berjast fyrir börnin sín. Einn í vinnunni spurði mig eftir lestur pistilsins í Fréttablaðinu hvort ég væri í alvörunni ekki framfarasinnuð ung kona. Ég spurði viðkomandi hvort hann byggi í Hafnarfirði. Þá sagði hann: "Eh... nei, æ, ekki hlusta á mig, ég hef ekki rétt á því að rífast um þetta". Ég er reyndar ekki sammála honum, finnst mikilvægt að allir tjái sig um málið, en svo lengi sem þú munt ekki búa við mengunina, sjón- og loftmengunina þá getur þetta ekki verið það algjörlega hjartans mál sem það er okkur hinum sem munum búa við þetta í framtíðinni.
Bakþankarnir hans Davíðs Þórs voru unaðslegir í Fréttablaðinu í morgun - kíkið á það. Segir allt sem mig langar til að segja um málið til viðbótar.
Látum ekki ljúga hausinn á okkur fulla af bulli!
En nóg um álreiði og út í helgargleðina :)
Vera tilkynnti okkur í dag að kanínan Karen Rósa ætti afmæli. Það þurfti að bjóða í kaffi og syngja afmælissönginn og allt...

Frændsystkini Veru Silja Björk og Axel Kristján eru í miklu uppáhaldi og komu í vöfflupartý í dag ásamt restinni af fjölskyldunni - allir rauðhærðir í þessari fjölskyldu nema Veran!

Amma Gunna og Vera í familíumatarboði á laugardagskvöldið


Þetta er fjölskyldan mín! Axel Bró, Stelpa, mamma og Vera

Vera að gefa Stelpu "lambakjúkling"

Vera í píanótíma hjá ömmu

Þetta er í húsdýragarðinum í dag... við gerðum okkur sérstaka ferð þangað til að fylgjast með kindunum fara í klippingu. Það heitir víst að rýja. Rúningur. Já okok, ég var alla vega jafn spennt og öll börnin og var eins og versta borgarbarn gapandi yfir fimlegum klipparanum og flottri kindinni og smellti af eins og brjáluð kona!


Vera fékk ull af kindinni

og þessi kona spann band úr henni handa Veru - allt voðalega flott og frábært og eins og sjá má er Vera afar sæl með handbragðiðSnjókarl no. 2 í vetur

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker