<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

KissíKiss 

Mér finnst gaman að taka myndir og Veru finnst myndavélin orðin vægast sagt spennandi. Hún þarf að skoða allar myndir sem ég tek af henni og svo fer hún reglulega í göngu um húsið og tekur myndir af því sem henni finnst merkilegt. Þyrfti að sýna ykkur afraksturinn. Þið hafið kannski líka tekið eftir því að Vera er búin að þróa mjög frambærilegt fyrirsætubros eftir allar myndartökur móðurinnar sem er frekar fyndið. Þegar henni finnst hún hafa gert eitthvað glæsilegt, hvort sem það er t.d. að teikna fína mynd, byggja turn, rugla hárið á sér út í loftið eða skella sér í skó af mömmunni kallar hún oftar en ekki: "Maaammma, taka mynd"...!

Vera myndasmiður tók þessa mynd af mömmunni"Mamma, við að skittast á" -mamman átti svo að taka mynd af Veru
Mamman setti svo upp myndavélakissustútinn af gömlum vana...


og litli apakötturinn tók greinilega eftir skrýtnu brosinu mömmunnar...


Sækjast sér um líkar?

:)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker