sunnudagur, desember 17, 2006
Jólatrésferðin
Í dag héldum við út í íslenskan skóg ásamt fríðu föruneyti félaga og vina og söguðum niður hið fullkomna jólatré. Í gaddi en flottu veðri. Ég stefndi á furuna líkt og undanfarin ár en svo öskraði eitt voðalega fínt blágreni virkilega hátt á mig að ég bara varð að taka það með heim. Mamman dró upp sögina og felldi eins og vön skógarhöggskona. Sko eftir að ég var búin að taka fjölskylduna mína út um allan skóg og grandskoða nokkuð mörg tré. Fékk ágætis valkvíða, snert af einhverfu, athyglisbresti og ofvirkni allt á sama tíma við að þurfa að velja EITT tré innan um öll þessi fallegu tré í þessu fallega skógi. Sem var reyndar eins og krækiber í helvíti þarna í Hvalfirðinum. Vin í eyðimörk. Nál í heysátu, nei ok, veit, er ekki bezt í samlíkingunum. Tilbúinn skógur í Hvalfirðinum er soldið fyndinn, en hefur augljóslega tilgang. Krakkarnir hittu jólasveininn og foreldrarnir kepptust við að finna fullkomnasta tréð, á sinn hátt.
Þetta árið styrkti ég sem sagt ekki hafnfirsku hjálparsveitina í jólatrésleitinni heldur andann í sjálfri mér og mínum og sé ekki eftir því. Af því ég er með svo æðislegt stingandi vellyktandi blágreni upp á arminn. Kaupi bara þeim mun fleiri flugelda af þeim þetta árið, eða eitthvað.
Þetta árið styrkti ég sem sagt ekki hafnfirsku hjálparsveitina í jólatrésleitinni heldur andann í sjálfri mér og mínum og sé ekki eftir því. Af því ég er með svo æðislegt stingandi vellyktandi blágreni upp á arminn. Kaupi bara þeim mun fleiri flugelda af þeim þetta árið, eða eitthvað.
Comments:
Skrifa ummæli