<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 20, 2006

Jólatékklistinn 

Ég var að ljúka við að skrifa 69 jólakort - sextíuogníu stykki! Og ég er lömuð í hendinni þrátt fyrir að skrifa eins og sex ára krakki. Ég meina, hvenær skrifar maður svo sem eitthvað með penna og hvað þá þar sem maður þarf að vanda sig.... nei, ég kann varla lengur að skrifa. Bara pikka. Nútíminn að drepa alla náttúru. Sextíuogníu! Neunundsechtsich! sesantanove! Legg ekki í dönskuna. Jú, það er auðvitað gaman að þekkja marga en samt svo leiðinlegt að fá bara ca 20 stk. sjálf! Ég er greinilega ekki eins elskuð og ég elska. Eða eitthvað.

Jólaundirbúningurinn hjá mér stendur sem sagt sem hæst.
Aðventukrans og skreyta heimilið - já, þið hafið kannski lesið um það hér að neðan...
Jólakortin - búin - send á morgun
Jólaljós á höllina - check - og það sannast að hvert fátækt hreysi höll nú er
jólagjafir - bara 10 eftir, massa þær á morgun, veit nákvæmlega hvað ég ætla að kaupa
pakka inn - ekki byrjað
jólalög - var að draga upp Elleni Kristjáns og Ragnheiði Gröndal og það ljómar yfir mér
jólaauglýsingaherferð - lokið
jólainnkaupin - nei
jólabakstur - ekki hafinn
jólahreingerning - neeeeiiii
jólabaðið - á aðfangadagsmorgunn
jólaguðsþjónusta - aðfangadagur kl. 18
jólagleði - já já, alveg eins

Jólaallt að jólagerast.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker