<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Vera 2,4 ára 

Vera verður 2,4 ára 25. nóvember nk. og því afmæli núna þar sem mamman verður í útlöndum þá.

Veran dafnar vel. Syngur næstum því nýtt lag á hverjum degi sem hún lærir á leikskólanum, er mjög ánægð á Hjalla, er dundari og leikur sér mikið í mömmuleik. Hún kann orðið ótrúlegustu orð og malar allan daginn svo að segja og er orðin mjög skýr og auðvitað alltaf jafn skemmtileg og dugleg. Hún leiðrétti mig um daginn og sagði Kanínuna NAGA gulrótina en ekki borða hana og býr til orð yfir hluti ef hana vantar þau sbr. renniþota fyrir snjóþotu og "rakið" fyrir sköfuna sem við notum í sturtunni. Hún segir mér fréttir af leikskólanum eftir daginn, t.d. í dag fékk ég að vita að Steinnunn vinkona hennar var með hlaupabólu og að Bryndís leikskólakennarinn hennar væri að fara til útlanda. Hún rifjar einnig reglulega upp alls konar hluti og man ótrúlega mikið, t.d. "Vera einu sinni klemma puttann", "Einu sinni Vera ýta Úlfhildi", "Einu sinni Vera meiddi sig nénu, en núna allt búið". Eins benti hún pabba sínum pent á það um daginn hvað hann væri með fínt typpi þegar þau skelltu sér saman í sturtu. Pabbinn vissi það nú svo sem en varð kjaftstopp. Við Vera kyssumst og knúsumst oft á dag og hún er algjör mömmustelpa þótt henni finnist fátt skemmtilegra en að fara í pössun. Myndirnar sýna dundarann, íþróttastelpuna og knúsarann Veru sem ég fæ ekki nóg af.


Blom til mommunnar fyrir ad vera svona aedisleg og frabaer

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker