<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Keppnis 

Ég keppti í keilu við vinkonurnar í gærkvöldi og rúllaði upp einum leik. Eins gott því ég sleppti því að horfa á flottu keppnis dansarana sem ég dái svo mikið í So you think you can dance. En ég dái vinkonurnar enn meira, enda þær þokkalega keppnis (þótt þær hafi tapað hehe). Ok, ég skíttapaði í pool og í seinni keiluleiknum því ég var að reyna að fylgjast með dönsurunum sem dönsuðu á risaskjá og voru að trufla mig, auk þess sem ég var með mjög sleipt nachos krydd á puttunum og búin að sötra einn bjór. Það er nú samt svoldið keppnis út af fyrir sig. Í dag var ég svo mönuð í sundkeppni og tók áskoruninni. Ég var ekki með sundföt svo ég leigði mér smart útteygðan og upplitaðan sundbol merkt SLR á bossanum. Gjörsamlega keppnis. Keypti ný keppnissundgleraugu og stakk mér útí og fékk smá fortíðarhrollatilfinningu frá því ég var ekta keppnishafmeyja á siglandi ferð í gamle dage. Það var þá, en síðan hef ég aðallega haldið mig í heitu pottunum. En ég rústaði fimmhundruð metrunum með þó nokkru forskoti og leið dável á eftir. Keppnis. Ok, ég tapaði svo fimmtíumetrunum með einu sunddtaki...en ég gat sagt ykkur að hefði laugin verið 2 metrum lengri hefði ég tekið þetta!

Svo man ég það allt í einu og endilega bókfæra það hér og nú að ég vann Helgu Hlín (um að gera að nafngreina hana til að spæla hana því hún er nefninlega líka keppnis sko!) mágkonu í SingStar fyrir ekki svo löngu síðan, á hennar heimavelli og allt og hefur það víst aldrei gerst áður. Keheppnis! Og hei - man það núna að ég vann Vigga eitt sinn í GoKart. Um að gera að skrásetja það, tína allt til, ég gleymi aldrei sigurtilfinningunni. Svo vann ég hann reyndar eitt sinn í badminton líka en komst að því eftir á að hann spilaði með vinstri...:S Bara til að fengi "sanngjarna" keppni. Æ.æ.


En ég er í stuði og fíla keppni. Ég mana ykkur í að mana mig í keppnir. Reyndar er ég drulluléleg og ábyggilega hundleiðinleg líka í alls konar keppnum eins og handbolta, fótbolta, körfubolta og svoleiðis barnaleikjum, Trivial og skák myndi ég líka skíttapa svo ég veit svo sem ekki hvað er eftir sem ég gæti unnið! Keppnisvótinn kannski bara kominn for life hehe.

Talandi um keppnis, þá líður mér kannski ekki svo ýkja keppnis þegar ég hugsa til tveggja hetjuvinkvenna minna. Ég er sem sagt búin að vera að æfa mig aðeins að hlaupa í Laugum. Og það gengur vonum framar, ég er ekki eins afleitur hlaupari og mig minnti og mér er ekkert illt í baki eða hnjám. Alla vega, ég hef aukið bæði kílómetrafjöldann og hraðann jafnt og þétt undanfarinn mánuð og er komin að mér finnst á fínan stað hvað það varðar. Ég svitna en er ekki að kafna og finn hvernig mátturinn og þolið eykst með hverjum deginum nánast. Í gær tók ég t.d. 5 km en ég hljóp þá á rúmlega 30 mínútum. Á HLAUPABRETTI. Og við erum að tala um að hetjuvinkonurnar tóku 10 km á UNDIR klukkutíma - ekki á hlaupabretti sem tekur þig hálfa leið sjálfkrafa! Og önnur meira að segja nýólétt og óglatt. Því meira sem ég hleyp, því aðdáunarverðara verður þetta afrek í mínum augum! Massakeppnis. Spurning um að þær mani mig í hlaupakeppni og kenni mér að tapa! Ég er ekki einu sinni viss um að ég gæti tekið 10 km á brettinu - en langar samt að prófa einn daginn.

Alla vega, ég er keppnis núna með þessa glæsilegu titla og ég ætla bara að lifa á því.
Þar til ég tapa næst.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker