fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Ég er haustlauf
Ég er haustlauf
var blómstrandi,
nú appelsínugulnað
og fölnað, en samt flott á litið
var feykt af trénu
blásið út í buskann
fór í marga hringi
og lenti á kaldri stétt
sópað út í horn
dæmd til að rotna
í friði
samt flott á litið.
Ég er haustlauf
Nei, vá maður... ég er nú varla svona illa farin þrátt fyrir ábyggilega vel vægt skammdegisþunglyndi í myrkrinu. Ljóðskáldið ég alveg að snappa. Ætla ekki að leggja það fyrir mig! Sjónvarpsdagskráin bara eitthvað extra leiðinleg og veðrið líka. En greinilega sko ekki ég...
Ég fór sem sagt í klippingu og litun í dag og fékk hennah lit í hárið sem heitir víst haustlauf. Klipparinn minn sagði að ég væri eins og haustlauf. Hrós daxins.
Já, ég er haustlauf í dag. Svaka sætt.
Góðar stundir í óveðrinu elskurnar - úú spúkí. Ég elska óveður. Vonandi verður rafmagnslaust, þá þarf maður ekki að skapa rómantíkina frá grunni.
Hei, DVD-ið er komið í tækið - Breakup með Aniston og Vaughn, og ef það er ekki uppörvandi þá veit ég ekki hvað hehe.
var blómstrandi,
nú appelsínugulnað
og fölnað, en samt flott á litið
var feykt af trénu
blásið út í buskann
fór í marga hringi
og lenti á kaldri stétt
sópað út í horn
dæmd til að rotna
í friði
samt flott á litið.
Ég er haustlauf
Nei, vá maður... ég er nú varla svona illa farin þrátt fyrir ábyggilega vel vægt skammdegisþunglyndi í myrkrinu. Ljóðskáldið ég alveg að snappa. Ætla ekki að leggja það fyrir mig! Sjónvarpsdagskráin bara eitthvað extra leiðinleg og veðrið líka. En greinilega sko ekki ég...
Ég fór sem sagt í klippingu og litun í dag og fékk hennah lit í hárið sem heitir víst haustlauf. Klipparinn minn sagði að ég væri eins og haustlauf. Hrós daxins.
Já, ég er haustlauf í dag. Svaka sætt.
Góðar stundir í óveðrinu elskurnar - úú spúkí. Ég elska óveður. Vonandi verður rafmagnslaust, þá þarf maður ekki að skapa rómantíkina frá grunni.
Hei, DVD-ið er komið í tækið - Breakup með Aniston og Vaughn, og ef það er ekki uppörvandi þá veit ég ekki hvað hehe.
Comments:
Skrifa ummæli