<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 11, 2006

Fortíðarfílingurinn í mér 

Í dag er mér búið að líða eins og ég sé bæði single og barnlaus. Enda er ég það tímabundið. Eiginmaðurinn á fótboltaleik í útlöndum (Arsenal - Liverpool fyrir fótboltaunnendur) og Vera fór í lán til ömmu og afa. Og allt í einu var ég bara alein í höllinni. Í stað þess að sýna móðurlega og húsmóðurslega takta í ástandinu og fara að þvo þvott og taka til, svona eins og venjulega ákvað ég að taka annan vinkil á dæmið. Ég rölti í bænum með vinkonum, án kerru og án þess að þurfa að hafa áhyggjur af neinum nema sjálfri mér. Ég fékk fortíðarfílinginn í æð frá því ég bjó á Njálsgötunni sem ég ber enn tilfinningar til. Fyrsta íbúðin, miiiikið stuð og djamm og húllumhæ. Allir alltaf í heimsókn á Njálsgötunni, alltaf í leiðinni. Allir göngutúrar enduðu á Laugaveginum og niðri í bæ. Maður var í hringiðunni, á réttum stað á þeim tíma. Og í dag var svoldið aftur þannig tími. Ég þurfti ekki að mæta neitt, vissi ekkert hvað tímanum leið sem er yndisleg tilfinning. Ég var í stuði og pantaði mér djúpsteiktan camenbert og hvítvínsglas um miðjan dag og keypti mér skvísubol dauðans - svona eins og hæfir single dömum vel. Og mér, í dag alla vega. Ég fékk smá svona Ítalíufíling sumarsins í dag, nema það var 2 stiga frost og ég skiljanlega ekki á bikiníinu. Var samt alveg í bikinífílingnum svo skringilega vel leið mér. Ég elska fjölskylduna og líf mitt líður áfram í ágætum ryþma en þetta ÉG týnist oft í havaríinu. Ég er alveg viss um að allir séu svona egóistar inn við beinið og ég bara þori að segja það. Mér fannst fortíðin í dag næs. Og allt kvöldið er eftir! Ah, ég ætla aðeins að leggja mig...

En mikið á ég svo eftir að knúsa liðið þegar líf mitt í núinu snýr aftur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker