<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Diez cervezas por favor y mucho vino blanco - gracias! 

Það var æðislegt að opna ímeilið í morgun, en þar blasti við mér frábært tilboð til Barcelona á næstum engan péning. Ég byrjaði á því að öskra af gleði, fékk fullt af fiðrildum í magann, öskraði aftur og hringdi svo í vinkonu mína sem ég vissi að var að gera nákvæmlega það sama hinu megin á línunni. Svo öskruðum við aðeins saman og þegar við náðum að róa okkur ákváðum við að vera skynsamlegar og taka ekki tilboðinu. Sannfærðum hvora aðra um að þetta væri auðvitað bara vitleysa þar sem við vorum báðar búnar að fjárfesta í annarri útlandaferð síðar í mánuðinum og það skyldi nú duga. Péningarnir yxu ekki á trjánum og það væri brjálað að gera í vinnunni. Nei var það heillin. Svo skelltum við pennt á. Ég róaði mig smá og dró andann djúpt í svekkkasti, því markmiðið okkar vinkvennanna var alltaf að heimsækja aðra vinkonu sem tók upp á því að flytja langt í burtu frá okkur til Barcelona snemma hausts.

Það liðu ekki meira en 3 mínútur eftir að ákvörðunin skynsamlega var tekin þegar vinkonan hringi aftur og í þetta sinn ennþá æstari og sagði að við værum að fara. Bara yrðum. Og ég sagði auðvitað jahá og svo skríktum við aðeins meira. Það var bara ekki annað hægt! Hittumst svo í hádegismat og gátum varla borðað af spenningi. Djamm í Barcelona sem ég hef aldrei komið til, heimsókn til æðislegrar vinkonu sem við söknum svo mikið, frí gisting, cerveza á 3 evrur, tapas, Gaudí, 20 stiga hiti og sól...aaahhhh sí sí.

Hasta la vista baby.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker