<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 14, 2006

Laugardagskvöldið mitt 

Hver hefði trúað því að ÉG hafi rétt í þessu verið að koma heim úr IKEA?! Það er laugardagskvöld og ég var í IKEA. I fyrir illilega K fyrir klikkaða E fyrir Erla og A fyrir Areyououtofyourfuckingmind?! Skemmtilegt eða sorglegt? Fer eftir aðstæðum býst ég við. Ikea var jú að opna nýja risaverslun rétt hjá heimili mínu og ekkert annað betra í boði á þessu laugardagskvöldi. Það bauð mér enginn í mat og hvað þá partý svo ég fór í IKEA á laugardagskvöldi, keypti bráðnauðsynlegan jólapappír í október, borðaði sænskar kjötbollur með brúnni sósu og títuberjasultu í kvöldmat fyrir 490 krónur og keyrði svo heim á mínum Volvo.

Núna ligg ég svo alein uppi í sófa á meðan Viggi er úti að drekka bjór. Ég er með kókópuffs í stað hvítvíns og spjalla við aðra einmanna húsmóður á msn. Ég er svo í þann mund að fara að horfa á sjálfa mig (eða er það Juliette Moore?) í Laws of Attraction, mynd sem ég hef séð nokkrum sinnum en er alltaf gaman að horfa á af og til. Flott leikkona sem leikur heillandi rauðhærðan metnaðarfullan lögfræðing sem lendir í spennandi og flóknu ástarævintýri með hot gæja... svona draumur hverrar gellu sem liggur gjörsamlega afgelluð ein undir teppi á laugardagskvöldi. Hvaða hvaða, dagdraumar eru bara hollir!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker