<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 23, 2006

Ég á mánudegi 

Sumar helgar eru bara meira næs en aðrar. Af mörgum ástæðum.
Ég get til dæmis sagt ykkur að ég vann úti á landi og lærði ýmislegt sem ég ekki vissi áður, sá norðurljósin dansa í ljósastauralausri sveitinni, hitti æðislega vini, tók nokkur vel (eða frekar kannski illa!) valin dansspor og fór bæði í 3 ára og 25 ára afmæli. Þvílíkt stuð í báðum! Aðeins meira samt hjá Ubba "litla" FOX...sushi og ekta systkinastuð. Og auðvitað singstar þegar allir eru farnir!

Það er fátt sem getur bjargað mánudögunum mínum eftir erfiða (=skemmtilega) helgi. Vekjaraklukkan er aldrei eins óvinsæl - snooze. Aftur snooze og aaaaðeins meira snooze. ÞEGIÐU! Morgnarnir eru aldrei eins myrkir og birtan frá náttborðslampanum aldrei eins skær og skerandi. SLÖKKTU! Umferðin er aldrei eins úrill og þolinmæðin aldrei eins þreklítil. ÁFRAM! Svo eru vinnufélagarnir flestir í sama gír og ég; með ekta mánudagsmooooooooood. Eins er ræktin aldrei eins erfið og á mánudögum, úff. Mínúturnar voru mun lengri að líða á hlaupabrettinu í dag heldur en oft áður. Líkaminn er að afeitrast og hegna mér um leið...hiti sviti. TÁR! Lítur út eins og maður sé alveg að springa á limminu, sem ég viðurkenni að ég var að gera. Eins gott að ég hitti enga sæta stráka þarna sem þekkja mig. Hádegistekknóið mitt getur ekki einu sinni bjargað mér á mánudögum.

En ég þrjóskast við á mánudögunum, leyfi þeim ekki að ná mér. Mánudagar pánudagar. Mánudagar pánudagar spmánudagar.
Er í of mikilli sæluvímu eftir flotta helgina.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker