<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 30, 2006

Frænkufans 

Úlfhildur Unnarsdóttir litla frænka okkar er tæpu ári yngri en Vera. Hún er fyndin týpa, mjög auðvelt barn á allan hátt, skítsama týpan, tekur engu of alvarlega, kvartar varla og dýrkar stóru frænku sína. Úlla kom í heimsókn um daginn og Vera passaði hana í smá tíma úti á róló. Vera tók hlutverki sínu sem stóra frænka mjög alvarlega og minnti mig oft á það að hún væri stóra frænka. Hún fann til mikillar ábyrgðar og leiddi Úlfhildi litlu frænku og passaði allan tímann. Þær eru alveg að fara að geta leikið vel saman, svo sætar og æðislegar, þótt ólíkar týpur séu.
Rólóferð sunnudagsins er hér í myndum og ekki kalla á barnaverndarnefnd strax því myrku myndirnar eru teknar klukkan aðeins nákvæmlega 17:37. Það er kominn V E T U R !


Ulla og Vera

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker