þriðjudagur, október 24, 2006
Brjóstgóða ég
Ég var sérstaklega brjóstgóð í dag. Alveg aðeins meira en venjulega og hefst þá kjánasaga dagsins!
Hádegishléið mitt fer í ræktina þessa dagana. Ég er óskiljanlega dugleg og er að fíla það (og mig!) ferlega vel. Allt er þrítugum þrusufært. Ég hef reyndar verið viðloðandi ræktina síðan í menntaskóla en misjafnlega mikið og vel eins og gefur að skilja. Eitt sinn lagði ég það á mig að taka strætó á hverjum degi eftir skóladaginn í menntó, í snjó og slabbi með bæði níðþunga skólatösku og íþróttatöskuna. Ég naut strætóferðarinnar því ég hef gaman að skrýtnu fólki. Það stytti mér iðulega ferðina með skringilegu skrafi. Svo var ég tvo tíma að taka á því, lyfta eins og vitleysingur og jafnvel fara í pallatíma á eftir. Svo labbaði ég í matvörubúðina á eftir og verslaði. Rogaðist þá með þreyttan kroppinn, skóladótið, íþróttadótið og þunga pokana aftur í stræó heim. Og eldaði falskan héra eða steiktan fisk. Svona líka þvílíkt heimilisleg strax á ungaárum! Að nenna þessu! En ég legg nú líka ýmislegt á mig í dag til að geta mætt. Bóka t.d. enga fundi nálægt hádeginu, keyri í hvaða veðri sem er í 3 mínútur og svoleiðis erfið athæfi, úff.
Á sínum tíma valdi ég mér stærstu líkamsræktarstöðina til að æfa í og hef haldið tryggð við hana. Ástæðan er einföld. Þótt ég sé athyglissjúk með öllu og æðislegur kroppur þá finnst mér gott að falla inn í hópinn. Týnast inni á milli gamlingjanna í ellileikfiminni, fitubollanna hans Gauja litla, unglinganna í jazzballettinum og fegurðarkroppadrottninganna og kónganna í kjötkeppnum Íslands. Ekki það að rauðhausinn ég sjáist ekki úr fjarlægð en það eru samt svo margir jafn flottir og ég svo ég kemst upp með alls konar hluti sem ég myndi án efa ekki gera annars staðar. Man reyndar núna að ég prófaði eitt sinn löngu áður en ég byrjaði að æfa í Laugum að fara í litla stöð sem þá var staðsett í Skeifunni. Þar var maður til dæmis að lyfta eða taka sporin með íþróttaálfi nútímans og ókunnugir naglar farnir að hvetja mann áfram: Koma svo stelpa!, Þú getur þetta! Taka á því! Hjálpa manni í bekknum og glápandi grimmum augum á hvað maður hljóp hægt á brettinu. Þá finnst Erlu perlu athyglissjúku þó betra að vera prívat með sína pínu.
Í dag lenti ég nefninlega í pínlegu athæfi í ræktinni sem ég er ekki einu sinni viss um að fjölmennið hafi náð að kovera fyrir mig. Ég er nokkuð viss um að allamargir hlauparar hafi tekið eftir þessu, þótt enginn hafi verið að segja mér frá því, nei, nei! Ég segi bara thank god að enginn sætur sem ég þekki hafi ákveðið að heilsa á þessu mómenti. Það er nefninlega alls ekki nógu kúl að segja fólki þegar buxnaklaufin er opin eða þegar það er óafvitandi með hor út á kinn. En mín er sem sagt í gírnum, í spandexhlaupagallanum og til í slaginn. Spandexhlaupagalli dagsins samanstóð af þröhöngum buxum eins og vanalega og svo gömlum nike topp að ofan sem er einn af fyrsta íþróttadótinu sem ég eignaðist. Sem sagt margra ára gamall. Hann passar ágætlega ennþá og ég var að enduruppgötva gripinn. Hann er hjálfrenndur að framan alveg upp í háls. Hins vegar er hann óþægilega þröngur í hálsmálinu svo ég renndi ekki alla leið upp. Nei, nei, það var engin brjóstaskora eða þannig sem sást (enda slíkt bara til í mínum draumum!) heldur bara smá bringa. Ég var barasta hæstánægð með hvað ég var flott hott í þessu outfitti.
Og svo byrjaði ég að hlaupa. Og hljóp og hljóp allar mínúturnar, ekkert mál. Hlustaði á Justin og ímyndaði mér að ég væri jafnsexí og hann. En svo finn ég þegar ég er alveg að ljúka við hádegismaraþonið mitt hvað það gustar óþægilega mikið og vel um bringuna á mér í gegnum svitann og mér verður litið niður. Datt næstum því sjónina sem blasti við mér því rennilásinn á gömla nýja nikebolnum hafði ákveðið að rennast niður, bara alveg sjálfur, og hann nær sko hálfpartinn niður á maga. Þarna var ég sem sagt á fleygiferð hálfber með brjóstin beint út í loftið. Og tútturnar auðvitað alveg í takt við allt hitt. Á fleygiferð. Jú lítil brjóst hreyfast líka í takt, það sannaðist þarna. Skil ekki enn af hverju ég datt ekki. Ég var sem sagt ekki í íþróttatopp heldur bara í venjulegum brjóstahaldara, soldið ljótum meira að segja enda ætlaður einungis í ræktina, og hann blasti bara við öllum hinum kúl duglegu hlaupurunum. Æiiiii... Mér tókst að stoppa og renna upp, leit náttúrulega vandræðalega í kringum mig hálfhlæjandi skælandi vælandi vandræðaleg. Þið þekkið þetta. Svona eins og þegar maður dettur í stiga á fjölförnum stað og meiðir sig svakalega en fer að hlæja af píningi. Þetta var þannig píningur í dag. Reyndar hef ég alveg séð fólk þarna detta og brenna sig á bretti, flækja sig all verulega í snúrunni á heyrnartólunum sínum og prumpa í bekk... en ég og brjóstin á mér áttum þetta samt ekki skilið! Við erum svo duglegar!
En mín hélt kúlinu. Bara af því að ég er svo kjúl. Kláraði dæmið. Tók magaæfingarnar með rennt upp í háls, alveg að kafna, teygði stuttlega úti í horni og fór svo í gufu þar sem ég gat roðnað í friði.
Það verða allir búnir að gleyma þessu á morgun þegar ég mæti aftur. Þótt ég mæti nú aldrei aftur í þessum blessaða bol.
Og þökk sé risastórustöðinni minni með milljón öðrum brjóstum til að horfa á og hlæja að.
Hí á þau!
Hádegishléið mitt fer í ræktina þessa dagana. Ég er óskiljanlega dugleg og er að fíla það (og mig!) ferlega vel. Allt er þrítugum þrusufært. Ég hef reyndar verið viðloðandi ræktina síðan í menntaskóla en misjafnlega mikið og vel eins og gefur að skilja. Eitt sinn lagði ég það á mig að taka strætó á hverjum degi eftir skóladaginn í menntó, í snjó og slabbi með bæði níðþunga skólatösku og íþróttatöskuna. Ég naut strætóferðarinnar því ég hef gaman að skrýtnu fólki. Það stytti mér iðulega ferðina með skringilegu skrafi. Svo var ég tvo tíma að taka á því, lyfta eins og vitleysingur og jafnvel fara í pallatíma á eftir. Svo labbaði ég í matvörubúðina á eftir og verslaði. Rogaðist þá með þreyttan kroppinn, skóladótið, íþróttadótið og þunga pokana aftur í stræó heim. Og eldaði falskan héra eða steiktan fisk. Svona líka þvílíkt heimilisleg strax á ungaárum! Að nenna þessu! En ég legg nú líka ýmislegt á mig í dag til að geta mætt. Bóka t.d. enga fundi nálægt hádeginu, keyri í hvaða veðri sem er í 3 mínútur og svoleiðis erfið athæfi, úff.
Á sínum tíma valdi ég mér stærstu líkamsræktarstöðina til að æfa í og hef haldið tryggð við hana. Ástæðan er einföld. Þótt ég sé athyglissjúk með öllu og æðislegur kroppur þá finnst mér gott að falla inn í hópinn. Týnast inni á milli gamlingjanna í ellileikfiminni, fitubollanna hans Gauja litla, unglinganna í jazzballettinum og fegurðarkroppadrottninganna og kónganna í kjötkeppnum Íslands. Ekki það að rauðhausinn ég sjáist ekki úr fjarlægð en það eru samt svo margir jafn flottir og ég svo ég kemst upp með alls konar hluti sem ég myndi án efa ekki gera annars staðar. Man reyndar núna að ég prófaði eitt sinn löngu áður en ég byrjaði að æfa í Laugum að fara í litla stöð sem þá var staðsett í Skeifunni. Þar var maður til dæmis að lyfta eða taka sporin með íþróttaálfi nútímans og ókunnugir naglar farnir að hvetja mann áfram: Koma svo stelpa!, Þú getur þetta! Taka á því! Hjálpa manni í bekknum og glápandi grimmum augum á hvað maður hljóp hægt á brettinu. Þá finnst Erlu perlu athyglissjúku þó betra að vera prívat með sína pínu.
Í dag lenti ég nefninlega í pínlegu athæfi í ræktinni sem ég er ekki einu sinni viss um að fjölmennið hafi náð að kovera fyrir mig. Ég er nokkuð viss um að allamargir hlauparar hafi tekið eftir þessu, þótt enginn hafi verið að segja mér frá því, nei, nei! Ég segi bara thank god að enginn sætur sem ég þekki hafi ákveðið að heilsa á þessu mómenti. Það er nefninlega alls ekki nógu kúl að segja fólki þegar buxnaklaufin er opin eða þegar það er óafvitandi með hor út á kinn. En mín er sem sagt í gírnum, í spandexhlaupagallanum og til í slaginn. Spandexhlaupagalli dagsins samanstóð af þröhöngum buxum eins og vanalega og svo gömlum nike topp að ofan sem er einn af fyrsta íþróttadótinu sem ég eignaðist. Sem sagt margra ára gamall. Hann passar ágætlega ennþá og ég var að enduruppgötva gripinn. Hann er hjálfrenndur að framan alveg upp í háls. Hins vegar er hann óþægilega þröngur í hálsmálinu svo ég renndi ekki alla leið upp. Nei, nei, það var engin brjóstaskora eða þannig sem sást (enda slíkt bara til í mínum draumum!) heldur bara smá bringa. Ég var barasta hæstánægð með hvað ég var flott hott í þessu outfitti.
Og svo byrjaði ég að hlaupa. Og hljóp og hljóp allar mínúturnar, ekkert mál. Hlustaði á Justin og ímyndaði mér að ég væri jafnsexí og hann. En svo finn ég þegar ég er alveg að ljúka við hádegismaraþonið mitt hvað það gustar óþægilega mikið og vel um bringuna á mér í gegnum svitann og mér verður litið niður. Datt næstum því sjónina sem blasti við mér því rennilásinn á gömla nýja nikebolnum hafði ákveðið að rennast niður, bara alveg sjálfur, og hann nær sko hálfpartinn niður á maga. Þarna var ég sem sagt á fleygiferð hálfber með brjóstin beint út í loftið. Og tútturnar auðvitað alveg í takt við allt hitt. Á fleygiferð. Jú lítil brjóst hreyfast líka í takt, það sannaðist þarna. Skil ekki enn af hverju ég datt ekki. Ég var sem sagt ekki í íþróttatopp heldur bara í venjulegum brjóstahaldara, soldið ljótum meira að segja enda ætlaður einungis í ræktina, og hann blasti bara við öllum hinum kúl duglegu hlaupurunum. Æiiiii... Mér tókst að stoppa og renna upp, leit náttúrulega vandræðalega í kringum mig hálfhlæjandi skælandi vælandi vandræðaleg. Þið þekkið þetta. Svona eins og þegar maður dettur í stiga á fjölförnum stað og meiðir sig svakalega en fer að hlæja af píningi. Þetta var þannig píningur í dag. Reyndar hef ég alveg séð fólk þarna detta og brenna sig á bretti, flækja sig all verulega í snúrunni á heyrnartólunum sínum og prumpa í bekk... en ég og brjóstin á mér áttum þetta samt ekki skilið! Við erum svo duglegar!
En mín hélt kúlinu. Bara af því að ég er svo kjúl. Kláraði dæmið. Tók magaæfingarnar með rennt upp í háls, alveg að kafna, teygði stuttlega úti í horni og fór svo í gufu þar sem ég gat roðnað í friði.
Það verða allir búnir að gleyma þessu á morgun þegar ég mæti aftur. Þótt ég mæti nú aldrei aftur í þessum blessaða bol.
Og þökk sé risastórustöðinni minni með milljón öðrum brjóstum til að horfa á og hlæja að.
Hí á þau!
Comments:
Skrifa ummæli