<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 24, 2006

þreytuþankar 

Helgar hafa upphaflega verið búnar til býst ég við til að fólk gæti hvílt sig og safnað krafti fyrir komandi vinnuviku. Ok, þetta er líka eitthvað trúarlegt en snertir hvíld á einhvern hátt. Ég hvíli mig hins vegar einhvern veginn aldrei mikið um helgar. Og akkúrat núna er ég dauðþreytt og þvert á móti úthvíld. Frekar útkeyrð. En glöð og sæl með afrakstur helgarinnar. Mér finnst nefninlega gaman að nota helgarnar í eitthvað skemmtilegt, hvort sem er með fjölskyldunni eða fyrir egóið mitt.

Þessi helgi var mjög bissí eins og þær eru langflestar. Vinkonumatarboð sem fylgdi kærkomin óléttutilkynning, sveitabrúðkaup hjá Gallupvinkonu og motocross þess á milli. Og god hvað það tekur á, kannski þess vegna bara sem ég er alveg búin á því, en áfengi fór ekki inn fyrir mínar varir þessa helgina frekar en þær tvær á undan þar sem það er orðið svo nauðsynlegt að vera í formi daginn eftir á hjólinu! Ég myndi ekki bjóða í timburmenn í brautinni...úff. Þá líka stendur maður sig bara svo illa og er súr og svekktur með árangurinn.

En motocrossið já. Ég verð hægt og rólega betri og betri. Er svona að ná einhverri beisik tækni og fíla hjólið mjög vel. Er búin að lesa handbók motocrossarans í þaula og horfa á hvernig ég keyri á vídeó. Ég stekk pínu á pöllunum og get orðið sleppt höndum...nei, nú er ég að bulla í ykkur hehe.. ég reyni að hjóla með heilann rétt skrúfaðan á þótt ég sé einnig að keppast við mitt persónulega besta í tíma og tækni. Ég vildi að dagarnir væru lengri til að komast lengur eftir vinnu og skil ekki af hverju einhver ríkur vill ekki sponsa flóðlýsingu á brautirnar fyrir veturinn!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker