<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Irena og Frú Sonja 

Þá er hún Sonja vinkona orðin FRÚ. Hún og Gestur giftu sig í gær og mín að sjálfsögðu í brúðkaupinu sem var svakalega gaman. Brúðkaup eru náttlega æðisleg og hvað þá þegar bestu vinir manns eru að gifta sig. Það voru þvílíkir tónleikar í kirkjunni og öllu tjaldað til í veislunni á Loftleiðum. Og myndbandið sem ég er búin að lllliiiigggja yfir sló að sjálfsögðu í gegn. Eins gott, annars hefði ég nú bara farið að grenja. Þá erum við orðnar 3 giftar og virðulegar í þessum vinkvennahóp og 5 eftir...

Fyrir brúðkaupið fórum við í skírn í sömu kirkju, (vorum s.s. bara í Grafarvogskirkju í gær!) og það var líka yndislegt. Litla daman Hilla og Óskar var skírð því fallega nafni Irena. Það þýðir friður í biblíufræðunum (á grísku skilst mér).

Vera missti af þessu öllu en hún var í pössun uppi í sumó hjá afa Sigga og ömmu Jónu og fílaði sig vel. Og við hjónin (ennþá mjög skrýtið að segja hjónin um mig sjálfa...) fíluðum það líka að djamma út í eitt og sofa út og vera barnlaus í smá tíma. Þegar Vera svo kom tilbaka núna í kvöld úr 2 sólarhringa pössun fannst mér hún orðin svo stór og flott eitthvað hehe, svo langt síðan ég sá hana síðast!
Crazy mama.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker