<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 11, 2006

Ég elska þig 

Ég er að standa mig í vinnunni. Og þar er gaman að vera. Sérstaklega á dögum eins og í dag þegar maður fær óvæntan glaðning. Dagsdaglega fæ ég fullt af símtölum þar sem fólk biður mig um að kaupa af sér auglýsingar og styrkja það með ýmsum hætti. Ég er orðin góð í að segja nei og elska að segja já. Fíla það að hafa völdin hehe.

Í dag fékk ég símtal frá ónefndum aðila á blaði hér í bæ sem ég þekki ekki neitt. Hann vildi fá mig til að auglýsa. Við ræddum saman stundarkorn og um hitt og þetta fleira en auglýsingar, eins og Hafnarfjörð, KR og blaðalestur of course. Á endanum fékk ég sent tilboð í birtingu á auglýsingu frá honum (sem ég reyndar las ekki því ég sagði NEI) og því fylgdi frumsamið ljóð! Fyrsta og eina ástarljóðið sem ég hef fengið sérstaklega til mín um ævina. Og það frá ókunnugum manni. Tja, tja.
Ok, það er ekki samið sérstaklega til mín en sóóóó!

Sjálf hef ég samið nokkur ástarljóð, enda með eindæmum dramatísk og væmin týpa. Áhugamál: Semja ljóð. Nei, án gríns hef ég gaman af góðum texta og flottum skáldskap. Og væmið - eh, já takk!
Jamms..

En hér kemur þetta flotta ástarljóð sem lífgaði upp á daginn minn. Ég var ein í deildinni í vinnunni í dag þar sem allir eru í fríi og ég hló eins og vitleysingur upphátt. Fékk svo gæsahúð og endaði snöktandi.
Ég elska ykkur líka.

Þú

Þú ert jörðin, þú ert sólin, þú ert allt sem er,
Þú ert hafið og skýin og birtan í brjósti mér.
Þú ert líf mitt allt – það er ætlað þér.
Í huga mér ertu. Hvort sem ég kem eða fer.

Þú gefur mér tilgang og trú og vilja
Þú gefur mér líf – sem ég reyni ekki að skilja.
Þú gefur mér stundir – sem orna og ylja.
Þú ert vallarins fegursta lilja.

Þú ert vinur og kona, sem ert mér svo kær,
Þú ert kvöldsvalans ljúfasti blær.
Þú ert svo falleg, svo hrein og svo tær,
Þig vil ég ávallt hafa mér nær.

Þú vekur mér væntingar, vekur minn hug,
Þú vekur mitt þor, minn vilja og dug.
Þú vísa kannt depurð og drunga á bug,
Þú draumum og þrám mínum kemur á flug.

Þú ert uppspretta alls, þú ert innblástur minn,
Þú ert allt sem ég veit, þú ert allt sem ég finn.
Frá því ég sá þig – í alfyrsta sinn,
Frá þeirri stundu, ég verið hef þinn,

Þú huggar og hvetur, þú þerrar mín tár,
Þú vermir og læknar mín hjartans sár,
Þú ert mínar vonir, - þú ert mínar þrár.
Þig mun ég elska – öll ókomin ár.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker